Markaðurinn
Innnes kaupir Djúpalón
Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Djúpalón býður upp á allt frá þorski sem veiðist við Íslandsstrendur til framandi tegunda úr öllum heimsins höfum.
Með þessum kaupum styrkist Innnes umtalsvert í umsvifum á sjávarfangi sem er sívaxandi vöruflokkur.
Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes:
,,Við höfum fundið aukna eftirspurn eftir fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi hjá okkar viðskiptavinum, bæði á fyrirtækja- og neytendamarkaði og því eru kaupin á Djúpalóni í takt við okkar markmið að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best.
Djúplóni hefur gengið vel á sínum markaði, er með öflugt teymi og við sjáum mikil vaxtartækifæri framundan með þessum kaupum.”
Innnes er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins með fjölbreytt úrval matvöru og áfengi ásamt kaffiþjónustu. Fyrirtækið flutti nýverið alla starfsemi sína í nýtt hátæknivöruhús að Korngörðum 3 þar sem sjálfvirkni og skilvirkni í geymslu, tiltekt og dreifingu er í fyrirrúmi. Vöruhúsið býr yfir m.a. nýjustu hátækni í kæli- og frystiklefum sem mun tryggja gæði sjávarfangsins til hins ítrasta.
Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á mannauði í kjölfar kaupanna.
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna