Markaðurinn
Innnes kaupir Djúpalón

Jóhanna Benediktsdóttir og Pétur Þorleifsson eigendur Djúpalóns ásamt Magnúsi Óla Ólafssyni forstjóra Innnes sem stendur í miðjunni
Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Djúpalón býður upp á allt frá þorski sem veiðist við Íslandsstrendur til framandi tegunda úr öllum heimsins höfum.
Með þessum kaupum styrkist Innnes umtalsvert í umsvifum á sjávarfangi sem er sívaxandi vöruflokkur.
Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes:
,,Við höfum fundið aukna eftirspurn eftir fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi hjá okkar viðskiptavinum, bæði á fyrirtækja- og neytendamarkaði og því eru kaupin á Djúpalóni í takt við okkar markmið að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best.
Djúplóni hefur gengið vel á sínum markaði, er með öflugt teymi og við sjáum mikil vaxtartækifæri framundan með þessum kaupum.”
Innnes er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins með fjölbreytt úrval matvöru og áfengi ásamt kaffiþjónustu. Fyrirtækið flutti nýverið alla starfsemi sína í nýtt hátæknivöruhús að Korngörðum 3 þar sem sjálfvirkni og skilvirkni í geymslu, tiltekt og dreifingu er í fyrirrúmi. Vöruhúsið býr yfir m.a. nýjustu hátækni í kæli- og frystiklefum sem mun tryggja gæði sjávarfangsins til hins ítrasta.
Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á mannauði í kjölfar kaupanna.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





