Vertu memm

Markaðurinn

Innköllun á Fireball

Birting:

þann

Fireball kanilviskí

Haugen-Gruppen ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum Fireball kanilviskí. Framleiðandi Fireball, Sazerac Company í Bandaríkjunum, sendi fyrir mistök Fireball sem ætlaður var innlendum markaði en ekki evrópskum.

Fireball fyrir bandaríkjamarkað inniheldur 5,8 grömm af propylene glycol í hverjum líter en evrópskar reglur heimila 1 gr. per líter.

Þótt öll eðlileg notkun vörunnar er fullkomlega hættulaus hefur verið ákveðið að innkalla vöruna af markaði þar sem hún uppfyllir ekki EU reglur sem innleiddar hafa verið á Íslandi.

Haugen-Gruppen ehf. hvetur viðskiptavini sem hafi umrædda vörutegund undir höndum að skila vörunni til næstu Vínbúðar þar sem viðskiptavinir geta fengið vöruna endurgreidda.

Ástæða innköllunar: Of hátt gildi af propylene glycol, 5,8 gr. per líter.

Vöruheiti: Fireball kanilviskí

Framleiðandi: Sazerac Company, Inc.

Innflytjandi: Haugen-Gruppen ehf, Skútuvogi 1F, 104 Reykjavíl

Dreifing: Vínbúðir ÁTVR

Haugen-Gruppen ehf.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið