Markaðurinn
Innköllun á Fireball
Haugen-Gruppen ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum Fireball kanilviskí. Framleiðandi Fireball, Sazerac Company í Bandaríkjunum, sendi fyrir mistök Fireball sem ætlaður var innlendum markaði en ekki evrópskum.
Fireball fyrir bandaríkjamarkað inniheldur 5,8 grömm af propylene glycol í hverjum líter en evrópskar reglur heimila 1 gr. per líter.
Þótt öll eðlileg notkun vörunnar er fullkomlega hættulaus hefur verið ákveðið að innkalla vöruna af markaði þar sem hún uppfyllir ekki EU reglur sem innleiddar hafa verið á Íslandi.
Haugen-Gruppen ehf. hvetur viðskiptavini sem hafi umrædda vörutegund undir höndum að skila vörunni til næstu Vínbúðar þar sem viðskiptavinir geta fengið vöruna endurgreidda.
Ástæða innköllunar: Of hátt gildi af propylene glycol, 5,8 gr. per líter.
Vöruheiti: Fireball kanilviskí
Framleiðandi: Sazerac Company, Inc.
Innflytjandi: Haugen-Gruppen ehf, Skútuvogi 1F, 104 Reykjavíl
Dreifing: Vínbúðir ÁTVR
Haugen-Gruppen ehf.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






