Markaðurinn
Innköllun á Fireball
Haugen-Gruppen ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum Fireball kanilviskí. Framleiðandi Fireball, Sazerac Company í Bandaríkjunum, sendi fyrir mistök Fireball sem ætlaður var innlendum markaði en ekki evrópskum.
Fireball fyrir bandaríkjamarkað inniheldur 5,8 grömm af propylene glycol í hverjum líter en evrópskar reglur heimila 1 gr. per líter.
Þótt öll eðlileg notkun vörunnar er fullkomlega hættulaus hefur verið ákveðið að innkalla vöruna af markaði þar sem hún uppfyllir ekki EU reglur sem innleiddar hafa verið á Íslandi.
Haugen-Gruppen ehf. hvetur viðskiptavini sem hafi umrædda vörutegund undir höndum að skila vörunni til næstu Vínbúðar þar sem viðskiptavinir geta fengið vöruna endurgreidda.
Ástæða innköllunar: Of hátt gildi af propylene glycol, 5,8 gr. per líter.
Vöruheiti: Fireball kanilviskí
Framleiðandi: Sazerac Company, Inc.
Innflytjandi: Haugen-Gruppen ehf, Skútuvogi 1F, 104 Reykjavíl
Dreifing: Vínbúðir ÁTVR
Haugen-Gruppen ehf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






