Starfsmannavelta
Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?
Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.
Iðnó var lokað fyrir um 8 mánuðum síðan, rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan var að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu tímum.
Markmið Reykjavíkurborgar með útleigu Iðnó er að:
- Iðnó verði opin og lifandi miðstöð menningarstarfs sem laði að sér breiðan hóp gesta.
- Menningarstarfsemi Iðnó verði af þeim meiði að hún auki fjölbreytni í menningarlandslagi miðborgarinnar.
- Allri starfsemi í húsinu verði hagað á þann veg sem hæfir merkri sögu þess, byggingagerð og staðsetningu í hjarta borgarinnar. Fyllsta tillit sé tekið til þessa í innréttingum, tæknibúnaði, rekstri og umgengni.
Mat tilboða:
Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:
- Fyrirhugaðri menningarstarfsemi og hversu vel hún samræmist markmiði Reykjavíkurborgar með útleigunni.
- Reynslu umsækjanda af menningarrekstri.
- Leigufjárhæð og getu til að standa skil á henni.
- Annarri starfsemi sem eykur sýnileika hússins og aðsókn að því.
Umsækjendur sem sækjast eftir því að taka húsið á leigu skulu vera í skilum með opinber gjöld og greiðslur lífeyrissjóðsiðgjalda og geta ekki verið í vanskilum við Reykjavíkurborg.
Sérstök matsnefnd Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar ásamt fulltrúa úr menningarlífi borgarinnar mun fara yfir umsóknir.
Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka ákjósanlegasta tilboði að dómi matsnefndar eða hafna öllum.
Athygli skal vakin á því að möguleiki er til veitingareksturs í Iðnó sem gæti stutt við aðra starfsemi hússins.
Samningstími:
Gert er ráð fyrir að nýr leigusamningur hefjist 1. mars 2021 og gildi til fimm ára með möguleika á framlengingu í allt að þrjú ár til viðbótar, samþykki báðir aðilar slíka framlengingu.
Samningsaðilum er heimilt að segja upp samningnum með eins árs fyrirvara, þó eigi fyrr en 1. mars 2022.
Nánari upplýsingar:
Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar tekur á móti fyrirspurnum á netfangið menning@reykjavik.is
Fylgigögn með umsókn:
Eftirfarandi gögnum ber að skila með umsókn:
- Staðfesting frá Tollstjóra að umsóknaraðili sé í skilum með opinber gjöld.
- Staðfesting frá viðkomandi lífeyrissjóðum að umsóknaraðili sé í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld.
- Greinargerð sem lýsir fyrirhugaðri menningarstarfsemi og reynslu af menningarstarfsemi.
- Tilgreina hverjir samstarfsaðilar umsóknaraðila eru, ef um þá er að ræða.
- Greiðsluhæfi leigjanda til að geta staðið undir umsömdum leigugreiðslum.
Skil umsókna:
Skilafrestur umsókna er til og með 7. febrúar 2021. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir framangreindan tíma.
Umsóknir skulu berast til menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar með annarri hvorri af eftirfarandi leiðum:
- í lokuðu umslagi í móttöku ráðhúss Reykavíkur við Tjarnargötu.
- með tölvupósti á menning@reykjavik.is. Sendi umsækjandi þátttökutilkynningu með tölvupósti skal hann ganga úr skugga um að þátttökutilkynning hafi skilað sér til menningar- og ferðamálasviðs með staðfestingu þess efnis.
Mynd: reykjavik.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!