Frétt
Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningar veittar í annað sinn
Í dag veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 21 veitingastöðum viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Viðurkenningu hlutu veitinga- og gististaðir fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.
Þetta er í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurbjörgu Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.
Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu.
Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
- Bjarteyjarsandur Hvalfirði
- Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
- Fiskfélagið
- Fiskmarkaðurinn
- Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
- Grillið- Hótel Sögu
- Haust Restaurant – Fosshótel Reykjavík
- Hótel Anna
- Hótel Smyrlabjörg
- Íslenski Barinn
- Kopar
- Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
- Matarkjallarinn
- Múlaberg Bistro
- Narfeyrarstofa
- Rústík
- Salka Húsavík
- Slippurinn Vestmannaeyjum
- Sushi Social
- Von Mathús Hafnarfirði
- VOX
Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. Eitt af markmiðum markaðsstofunnar er að kynna íslenska sauðfjárrækt, matarmenningu, handverk og hönnun fyrir erlendum ferðamönnum. Það er meðal annars gert með víðtæku samstarfi og öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum undir merkjum Icelandic Lamb. Merkinu er ætlað að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða.
Myndir: GeiriX

-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu