Frétt
Hvert verður hlutverk staðbundinna matvæla í ferðaþjónustu framtíðarinnar?
Matarhefð er stór hluti af ímynd lands og þjóðar enda speglar hún menningu og sögu og markast af tíðarfari og náttúru. Matarupplifun er órjúfanlegur þáttur í lífi ferðamanna hvar sem þeir koma, hvort sem hún er megin tilgangur ferðalagsins eða ekki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Á Norðurlöndum hefur orðið mikil vakning á þeim verðmætum sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og matargerð bæði fyrir heimamenn og erlenda gesti. Að sama skapi er aukin áhersla lögð á sjálfbærni í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu þannig að jafnvægi milli vaxtar og verndar sé gætt. Í því samhengi vakna spurningar um hvernig hreyfiöfl eins og loftslagsbreytingar og neysluhegðun móta ákvarðanir sem stuðla að meiri sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu framtíðarinnar. Þeim spurningum mun norrænn starfshópur sem starfar undir formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni reyna að svara.
Matarauður Íslands á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins leiðir verkefnið í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og Matís og nýtur liðsinnis íslenskra sérfræðinga. Norrænir þátttakendur í verkefninu koma frá Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Finnlandi, Álandseyjum og Svíþjóð. Með öflugu samstarfi, sem þegar er hafið, verður leitast við að draga fram samkeppnishæfni Norðurlandanna og styðja við stefnumótun um nýtingu staðbundinna matvæla í ferðaþjónustu sem byggja á jafnvægi milli eftirspurnar og umhverfisverndar. Verkefnið varir í 3 ár, frá 2019-2021.
Upplýsingar um verkefnið verður aðgengilegt á næstu mánuðum á vefsíðu Matarauðs Íslands. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið, framvindu og niðurstöður.
Undir formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni er sjónum beint að málefnum ungs fólks, hafinu og sjálfbærri ferðamennsku. Undir hatti sjálfbærrar ferðaþjónustu eru auk ofangreinds verkefnis; ferðamennska og náttúruvernd og stafræn væðing ferðaþjónustunnar.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit