Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hver vill ekki gista í fyrsta brugghúsi Íslendinga? Endurbætur á Best Western Hótelinu við Rauðarárstíg

Birting:

þann

Best Western Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg

Ráðist var í nokkrar endurbætur á Best Western Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg er 6 herbergjum var bætt við hótelið.

Þessi nýju herbergi eru merkileg fyrir margra hluta sakir, en þau eru staðsett í fyrsta brugghúsi Íslendinga. Ölgerð Egils Skallagrímssonar starfrækti brugghús í húsinu allt fram á níunda áratug síðustu aldar og var til margra ára eina brugghús landsins.

Herbergin eru björt og skemmtileg og með sérstakan sjarma – hvert eitt er einstakt og reynt var að halda í hinn sanna sanda hússins, ýmsum skemmtilegum og óvenjulegum leiðum.   Hver vill ekki gista í fyrsta brugghúsi Íslendinga? Hönnuður herbergjanna var Björn Skaptason hjá Atelíer arkitektum.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið