Vertu memm

Freisting

Hver verður Matreiðslumaður ársins 2007 ?

Birting:

þann


Norðlensk Bleikja

Um næstu helgi verður sýningin MATURINN 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði – Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi.

Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nálega helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsækir sýninguna.

Norðlenskum mat og matarmenningu gerð skil á sýningunni MATUR-INN 2007 á Akureyri um komandi helgi

  • Um 60 sýnendur
  • Úrslitakeppni um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2007“
  • Frumkvöðlaverðlaun félagsins „Matur úr héraði – Local Food“ veitt
  • Markaðstorg, borðbúnaðarsýning, matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga, keppni í samlokugerð, fræðslustofur (workshop) og margt fleira

„Búumst við þúsundum gesta“
Júlíus Júlíusson, talsmaður sýningarstjórnar og stjórnarmaður í félaginu Matur úr héraði, segir áhuga sýnenda hafa verið mikinn og að norðlenskur matur og –menning verði sannarlega í sviðsljósinu. „Við erum mjög ánægð með þá miklu flóru þátttakenda sem þarna verður. Í þeim hópi eru allir stærstu matvælaframleiðendurnir á Norðurlandi, stór og smá fyrir tæki og mörg ný og framsækin.

Okkar markmið er að festa sýninguna í sessi sem lið í starfsemi félagsins Matur úr héraði – bæði til að vekja athygli á því sem félagið stendur fyrir en ekki síður að vekja athygli út á við á þeim miklu matvælahéruðum sem við eigum hér á Norðurlandi. Við erum stolt af norðlenskum matvælum og matarmenningu og MATUR-INN 2007 er til vitnis um þennan mikla fjölbreytileika. Á síðustu sýningu komu um fimm þúsund gestir og við búist einnig við þúsundum gesta að þessu sinni, enda aðgangur ókeypis,“ segir Júlíus.

Markaðstorg, fræðslustofur og fjölbreytt skemmtidagskrá
Eins og áður segir eru sýnendur um 60 talsins og margt verður að sjá og smakka og kaupa  í stórum sem smærri básum. Á markaðstorgi geta sýningargestir einnig keypt ýmis norðlensk matvæli; svo sem reyktan silung, kartöflur, grænmeti, fisk, sultur og svo mætti áfram telja.

Ýmsar uppákomur verða á sýningarsvæðinu báða sýningardagana. Þar má nefna keppni í samlokugerð, kjötiðnaðarkeppni og fleira á laugardag. Á sunnudaginn verður m.a. matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga og þar ætla að reyna með sér þau Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV Akureyri og

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA. Sýningargestir geta fylgst með þeim leika listir sínar í eldhúsinu.
Þá verða fræðslustofur (workshop) báða sýningardagana þar sem fjallað verður um bæði mat og vín, hráefnismeðhöndlun, matreiðslu og margt annað sem mat viðkemur.
Kynnar á sýningunni verða þau Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal, útvarpsfólkið góðkunna.

Úrslit í keppninni „Matreiðslumaður ársins 2007“ (Nánar um keppendur hér)
Á laugardaginn verður á sýningarsvæðinu úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2007“. Undankeppnir fóru fram síðastliðið vor og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita á laugardaginn. Þeir eru:  

  • Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu Hótel Sögu
  • Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðjusölum
  • Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi
  • Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu Hótel Sögu
  • Ægir Friðriksson, Grillinu Hótel Sögu.

Úrslit í keppninni verða tilkynnt kl. 16 á sýningunni.

Stuðningsaðilar
Sýningin Maturinn 2007 nýtur stuðnings eftirtalinna aðila: Vaxtarsamningur Eyjafjarðar, landbúnaðarráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið, Akureyrarstofa, Sparisjóður Norðlendinga og KEA.

Frekari upplýsingar á www.localfood.is

MATUR-INN 2007 – Dagskrá (Pdf-skjal)

MATUR-INN 2007 – Workshop (Pdf-skjal)

Fréttatilkynning frá sýningarstjórn MATUR-INN 2007 – 9. október 2007
Nánari upplýsingar veitir Júlíus Júlíusson í síma 897 9748.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið