Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Tómas Beck: fallhlífarstökk gæti verið nýjasta æðið hjá mér
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Sigurður skoraði á Tómas Beck að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Tómas Beck Eggertsson
Fæðingardagur og ár?
18 júní 1984
Áhugamál:
Ferðalög, vín, ný reynsla af veitingastöðum og ég fór í fallhlífarstökk síðasta sumar sem gæti verið nýjasta æðið hjá mér.
Maki og Börn?
Kærastan mín heitir Sæunn Una en ég er barnlaus
Hvar lærðir þú?
Ég byrjaði að læra framreiðslu á Tapashúsinu við höfnina en kláraði samninginn minn á Kopar.
Starf:
Veitingastjóri á Matur og Drykkur.
Hver er uppáhalds Íslenski veitingastaðurinn þinn og hvers vegna?
Úff erfið spurning. Helling að stöðum að gera skemmtilega hluti í dag en ég held að ég verði að segja að strákarnir á Matbar hafi mitt atkvæði eins og er.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í starfi?
Mín stærstu mistök voru að bóka 30 manna hóp á vitlausan dag og hringja í ferðaskrifstofuna mjög pirraður að því þau mættu ekki daginn áður og ég skammaðist í þeim. Í því símtali komst ég að því að þau voru að koma til okkar um kvöldið, sem var orðið mjög þétt bókað. Það reddaðist en það var mjög strembið kvöld.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið hjá gesti?
Man eftir að hafa fengið gest sem sagðist vera með ofnæmi fyrir hárugum hlutum og nefndi jarðaber og kiwi sem dæmi. Var að vinna á Fiskfélaginu á þeim tíma og þar eru hreindýrafeldir á veggnum hjá klósettinu og í minningunni þá var það jafnvel vesen fyrir gestinn.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Lengsta vakt sem ég hef tekið var ekki í veitingabransanum heldur í álveri. Vann í 36 tíma (2 dagvaktir og eina næturvakt) samfleytt vegna manneklu á Næturvaktinni. Kolólöglegt en var ekki að hata yfirvinnuna sem ég fékk á þeim tíma.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Stöðugt að bæta mig í starfi og njóta þess tíma sem við höfum. Er alltaf að stefna út að vinna en ekki ennþá komið til þess.
Hver væri þín síðasta máltíð, og hver fengi þann heiður að elda hann?
Önnur mjög erfið spurning. Mundi helst vilja að fá að velja mismunandi matreiðslumenn og láta hvern og einn gera einn rétt hver í 10-20 rétta samsettum seðli. Einn þeirra værri pottþétt Gaggan Anand!
Ef þú værir strandglópur á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú hafa með þér?
Kassa af sólarvörn, veiðihníf og salt (gæti ekki lifað án þess)
Uppáhalds vín og af hverju?
Hvernig er hægt að velja eitt vín. Skemmtilegasta vín sem ég smakkað án mats var Naked Mountain Vinyards og þrúgan var Petit Manseng en besta vínpörun sem ég hef fengið var tékkneskur bio-dynamic Pinot Gris frá Jaroslav Osicka sem var paraður með Modrenín (tékkneskum ost), peru, geri og pattypan graskeri á veitingastaðnum Field í Prag.
Hver tekur við keflinu og af hverju?
Ég afhendi keflið til Guðlaugs M. Ingibjörnssonar matreiðslumanns á Matbar! Af hverju kemur fram að ofan.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum