Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Sigurður: Indverskur matur er klárlega afmælismaturinn minn

Birting:

þann

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Halldóra skoraði á Sigurð Sigurðsson að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn?
Sigurður Sigurðsson

Fæðingardagur og ár
10.10.1989

Áhugamál:
Matreiðsla, hafa gaman með fjölskyldu og vinum, bíómyndir

Maki og Börn
Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir er makinn minn, og einnig á ég einn sjö ára gamlan strák úr fyrra sambandi sem heitir Patrekur Þór.

Hvar lærðir þú?
Ég lærði matreiðslu á Grand Hótel Reykjavík

Starf:
Núna í dag starfa ég sem matreiðslumeistari og aðstoðaryfirkokkur á Nostra Veitingahúsi.

Hver er uppáhalds Íslenski veitingastaðurinn þinn:
Erfið spurning.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu:
Mistök, engin nein sem ég man eftir að hafa verið eftirminnileg, fyrir utan þegar ég byrjaði að læra námið, þá var ég sendur upp á 14. hæð að fara að tína hrísgrjón í garðinum.

Ég eins og algjör svampur fór og truflaði einhverja konu sem var á fundi þarna og spurði hvar hrísgrjónagarðurinn væri. Þetta fer seint úr kollinum á mér.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir:
Indra Nooyi, fyrrum forstjóri Pepsico og ein valdamesta kona heims var á landinu árið 2013. Það var einstaklega mikið gert til að heilla hana upp úr skónum.

Einnig var mikið snúist í kringum Charlie Sheen, man ekki eftir að hann hafi pantað sér eitthvað sérstakt, en það átti sko sannarlega að vera allt tilbúið á hálfri sek fyrir þann kauða.

Þú ert á skítafloti og þjónninn kemur með pöntun upp á naut með bearnaise(sem þú ert ekki með á seðli) og spyr þig; Ertu til í að redda þessu?, hvað segir þú:
Ekki séns.

Hvað er erfiðasti réttur sem hægt er að elda?
Erfitt að svara, en að ná mjög flottu Nauta Wellington uppá tíu getur verið lúmskt erfitt.

Auglýsingapláss

Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Að vera látinn vigta 800gr af káli fyrir gest í hádegismat. Ekkert meira.. Bara 800gr af káli. Það er rosalega mikið…Af Káli.

Átt þú þér einhvern Signature dish?
Nei ekki enn, en ég tel mig einhvern veginn alltaf óvart leggja sósur á diska alltaf eins.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Tók langa „12“ tíma vakt í kjölfarið af morgunmatarvakt.  Frá 05:00 um morguninn til eitthvað eftir miðnætti tók rosalega á.

Hver er besti matur sem þú hefur smakkað?
Ég nýt þess að borða indverskan mat umfram svo mjög margt annað. Indverskur matur er klárlega afmælismaturinn minn.

Hver tekur við keflinu og af hverju?
Ég skora á engan annan en framreiðslumeistarann Tómas Beck Eggertsson til að taka við keflinu!

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið