Bragi Þór Hansson
Hver er maðurinn? Hvað eiga Marco, Bono, Steven og Carl sameiginlegt?
Hallgrímur Ingi Þorláksson skoraði á Rúnar Gíslason og tók hann við áskoruninni og hérna koma svörin hans.
Fullt nafn?
Rúnar Gíslason
Fæðingardagur og ár?
25.11.1971
Áhugamál?
Skíði, matur og almenn útivera
Maki og börn?
Ásdís Björg Pálmadóttir
Blær Rúnarsdóttir
Andrea Líf Rúnarsdóttir
Alexandra Rúnarsdóttir
Ísabella Rúnarsdóttir
Starf og vinnustaður?
Matreiðslumeistari, Kokkarnir Veisluþjónusta
Hvert er þitt uppáhalds hráefni?
Öll villibráð.
Ef þú mættir bjóða fjórum aðilum í mat, hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Marco Pierre White þegar hann var á White heat tímanum, Bono, Steven Gerrard og síðast en ekki síst Carl Andreas Fransson.
Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn?
Þetta er eins og með hráefnið, það er erfitt að velja á milli margra góðra en sá sem stendur upp úr er Ristorante La Torre Del Saracino sem er stutt frá Positano á Ítalíu.
Hvert er þitt mesta afrek í bransanum?
Að hafa náð að vera í bransanum síðan 1990 og að hafa rekið fyrirtækið í gegnum súrt og sætt síðan 2002.
Átt þú þér einhvern Signature dish?
Get ekki sagt það en aðal áhugamálið er langtímaeldun á kjöti þessa dagana.
Hver er besta gjöf sem þú hefur nokkurn tíman fengið?
Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Þykir alltaf voðalega vænt um allar gjafirnar frá börnunum og konunni.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Núna eru það ofnarnir, þeir stoppa lítið þessa dagana.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Að gera betur.
Hvað ertu að fást við þessa dagana?
Jólahlaðborðin nýbúin og undirbúningur fyrir næsta ár hafinn. Næsta ár verður bara skemmtilegt.
Hvað eða hver veitti þér innblástur til að fara að læra matreiðslu?
Sveinn Friðfinnsson Matreiðslumeistari og fósturfaðir minn.
Hver er maðurinn í næstu viku?
Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson á Roadhouse.
Við þökkum Rúnari kærlega fyrir þátttökuna og vonum að Baldur taki jafnvel við boltanum í næstu viku.
Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar spurningar til að spurja í “Hver er maðurinn?” endilega sendið þær á bragitor91@gmail.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars