Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Barði: „Verð að segja Grillið“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Tryggvi skoraði á Barða að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Barði Páll Júlíusson.
Fæðingardagur og ár?
26. júní 1992.
Áhugamál?
Matreiðsla, fótbolti og þá sérstaklega Manchester United, UFC og að ferðast.
Maki og Börn?
Nei, hvar fær maður svoleiðis?
Hvar lærðir þú?
Ég lærði matreiðslu og útskrifaðist frá Perlunni 2013.
Starf:
Sous chef á KOKS Restaurant í Færeyjum.
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Verð að segja Grillið. Búinn að borða þar tvisvar á síðastliðnu ári og bæði skiptin alveg ótrúleg gott, frábærir hlutir sem er verið að gera þar.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Var að gera 150 lítra af humarsúpu. Rakst í chilli dunk sem skaust í súpuna og endaði í 300 lítrum af humarsúpu, það var hressandi.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Manneskja sem pantaði kjúklingabringu og vildi fá allann réttinn í blender og rör með.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Ferðast meira og þá sérstaklega til að borða á einhverjum flottum stöðum.
Átt þú þér einhvern Signature dish?
Nei
Hvað er eftirminnilegast í vinnunni fram að þessu?
Staðsetningin. KOKS er staðsettur í ótrúlegri náttúru en gestir eru keyrðir yfir á gömlum Land Rover, en það þarf að fara yfir á og keyra meðfram vatni til að komast að staðnum.
Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Myndi velja einhverja fjóra úr hljómsveitinni Skítamóral og elda fyrir þá fajitas, blanda í nokkrar margaritur og taka upp kassagítarinn og syngja langt fram á nótt.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Það hefur verið þegar ég var að byrja með fyrsta veiðihúsið sem ég vann ég. Var stressaður og vildi ekki vera á öskrandi floti þannig ég vaknaði alltaf 8 og eftir service var ég að pilla uxabrjóst eða eitthvað álíka til 3-4 um nóttina.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Akkurat núna er það litlu tangirnar og hnífurinn.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Rak tánna í um daginn þannig ég þurfti að gefa upp drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta. Ætli ég væri ekki að reyna fyrir mér í blaðamennsku eða eitthvað tengt áhorfi á fótbolta.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Ég hendi þessu yfir á Kristófer Hamilton Lord því mig langar að vita meira hvað sá mikli meistari er að gera í dag.

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025