Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? | „Bað um að hafa matinn bláan….“
Sigurður Laufdal skoraði á Sturla Birgisson matreiðslumeistara sem svarar hér nokkrum laufléttum spurningum.
Fullt nafn
Sturla Birgisson
Fæðingardagur og ár
23. september 1963
Maki og Börn?
Freyja Kjartansdóttir, maki
Börn; 3 stelpur og 1 strákur
Starf og vinnustaður?
Heitt og Kalt
Áhugamál?
Laxveiði
Hvert er þitt uppáhalds hráefni?
Sveppir
Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Paul Bocuse, Alex Ferguson, Davíð Oddson, Eric Clapton, reyndar búinn að elda fyrir þrjá af þeim en það væri gaman að fá þessa fjóra saman. Ég myndi elda fyrir þessa kalla Osso Buco.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Í Perlunni um aldamótin, mætti á gamlársdagsmorgun að undirbúa veislu í tilefni að Reykjavík var ein af 9 menningarborgum Evrópu árið 2000. 400 gestir það kvöldið og í beinu framhaldi undirbúningur fyrir Nýársfagnað 330 gestir, vaktinni lauk 2. janúar kl: 01:00, 40 tíma vakt.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Gufupotturinn
Uppáhalds drykkur?
Kristall
Hver er versta pic-up lína sem þú hefur notað?
Það er svo langt síðan að ég man hana ekki
Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Skartgripa fyrirtækið BVLGARI var með galadinner í Perlunni og bað um að hafa matinn bláan í stíl við nýja ilmvatnið þeirra sem þeir voru að kynna.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Veiða 40 punda lax
Átt þú þér einhvern Signature dish?
Rjúpusúpan
Hver er maður/kona næstu viku?
Haddi kokkur á Holtinu og veiðihúsinu Vatnsdalsá
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast