Pistlar
Hver er Alain Ducasse?
Þann 13. september árið 1956 fæddist Alain Ducasse í Landes héraði sem er í suðvestur Frakklandi. Foreldrar hans voru bændur og ræktuðu grænmeti, ólu gæsir og endur en það er einmitt þarna sem fólk telur að Alain hafi öðlast þann einfalda en nærgætna stíl í matreiðslu.
Þegar Alain varð 16 ára, 1972, byrjaði hann starfsferill sinn á veitingastaðnum „Pavillon Landais“ í bænum Soustons þar sem hann starfaði sem lærlingur auk þess sem hann lærði við Hótel og Veitingaskólanum við Bordeaux. Hann þröngvaði sér inn á veitingastaðinn „Michel Guérard’s“ í Eugénie-les-bains þar sem hann starfaði í tvö ár auk þess sem hann vann á Gaston Lenôtre í vetrarfríum sínum. Það var svo árið 1977 þegar hann starfaði á „Moulin de Mougins“ sem hann komst í spænska matreiðslu sem síðar mátti finna í hans eigin stíl en árið seinna vann Alain fyrir Alain Chapel í Mionnay og þar lærði hann enn meir af þessum mikla lærimeistara.
Svo var það árið 1980 að Roger Vergé bauð honum stöðu yfirmatreiðslumeistara á veitingastað sínum „L’Amandier“ í Mougins, einu ári seinna starfaði í eldhúsi „La Terrasse“ sem er veitingastaður á hótel Juana í Juan-les-Pins. Og árið 1984 var sá veitingastaður viðurkenndur sem tveggja Michelin stjörnu staður.
1987 var honum boðin Veitingastjóra stöðu yfir hinum ýmsu veitingastöðum á Hôtel de Paris í Monoco og opnaði Alain t.d. veitingastaðinn „le Louis XV“. 1990 fékk „le Louis XV“ þrjár Michelin stjörnur og varð fyrsti veitingastaður á Hóteli til að ná þeim merka áfanga og þá var Alain Ducasse einungis 33 ára að aldri „Le Louix XV“ einungis 33 mánaða gamall. Alain ákveður að helga lífi sínu þessum fína veitingastað og var útnefndur ráðgjafi af Société des Bains de Mer’s „Présidence-Délégation“.
Þann 12. Ágúst opnaði Alain Veitingastaðinn „Alain Ducasse“ sem staðsettur er á hótel „Le Parc-Westin Demeure í París og var hann viðurkendur sem þriggja Michelin stjörnu staður eftir einungis 8 mánuði og var hann fyrsti matreiðslumaðurinn til að fá samtalst sex Michelin stjörnur fyrir 2 staði sem hann opnaði sjálfur.
Janúar næsta ár þá var hönnuð og framleidd borðbúnaðarlína nefnd eftir Alain. Og árið 1998 opnaði Alain sinn þriðja stað sem nefndur er „spoon, food & Wine“ þar sem alþjóðlegir straumar liggja úr eldhúsinu.
Það sést greinilega í þessari samantekt hversu metnaðarfullur og góður matreiðslumaður er hér á ferð.
© Höfundur: Elvar Örn Reynisson matreiðslumaður.
Mynd: wikipedia.org
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt4 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann