Uncategorized
Hvatningarverðlaun Vínjónasamtakanna

Hvatningarverðlaun Vínjónasamtakanna voru afhent á laugardagskvöldi á Uppskeruhátíð Samtakanna sem var haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Það var Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli sem halut verðlaunin fyrir 2007, fyrir að stuðla markvísst og ákveðið að aukinni vínmenningu á landinu. Rökstuðningurinn birtist hér fyrir neðan.
„Vín, vínmenning og frelsi í vínmálum eru mikið í umræðunni þessa daga en við, sem vinnum með víni í okkar daglegu starfi erum í beinum tengslum við neytendana og okkar markmið er nokkuð skýr: hagur okkar allra er að stuðla að aukinni vínmenningu þannig að neytendur fái betri aðgang að betri vöru með betri þekkingu.
Það var þar af leiðandi ekki úr vegi hjá Vínþjónasamtökunum að huga að veitingu Hvatningarverðlauna til aðila sem hefur verið áberandi virkur í þeim efnum á Íslandi. Til greina koma vínþjónar, blaðamenn, vínbúðir, þess vegna bloggari í raun er hægt að leita víða.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt. Sá aðili sem hlýtur Hvatningarverðlaun Vínþjónasamtakanna hefur unnið markvísst, ákveðið og skipulagt að því að hafa mjög gott úrval af vínum, ekki hikað við að taka skýra stefnu að betri vínum, hefur haft mjög góð samskipti við alla aðila á markaðnum, hann vinnur í glæsilegum ramma og hróður hans berst út fyrir landsteinana hann vakti athygli vínrýna Gestgjafans og nú síðast Steingríms Sigurgeirssonar sem hrósar hann fyrir gott úrval og samkeppnishæfni við aðra aðila erlendis já, þið vitið núna hver hann er eða alla vega grunar ykkur það. Þetta er Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli. „
Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Rúnar B. Guðlaugsson innkaupastjóri tóku við Hvatningarverðlaununum fyrir hönd Fríhafnarinnar og óskum við þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
Fyrir hönd Vínjónasamtakanna.
[email protected]
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt





