Smári Valtýr Sæbjörnsson
Elías hefur störf hjá Soho
Hvalur sýndi listir sínar rétt fyrir neðan Soho veisluþjónustunni í Reykjanesbæ. Algengt hefur verið s.l. vikur að sjá hvali við Keflavíkurhöfn enda mikið af makríl og makríll er ofarlega á matseðlinum hjá hvölunum. Starfsfólkið á Soho hefur notið þess með stórfenglegu útsýni yfir flóann þar sem hvalirnir sýna oft á tíðum tignarlegar tilfæringar við fóðuraflanir.
Hér má sjá einn hval rétt fyrir neðan Soho:
Hvalasýning við Soho 3 daginn í röð. Whale show at Soho 3 day in a row. ❤️
Posted by Svandís Þorsteinsdóttir on 2. september 2016
Það hefur verið mjög mikið að gera á Soho Café sem staðsett er í sama húsnæði og veisluþjónustan, en staðurinn hefur verið að afgreiða rúmlega 100 manns í hverju hádegi frá klukkan 11 til 14 alla virka daga. Nú fyrir stuttu hóf Elías Örn Friðfinnsson matreiðslumaður störf hjá Soho. Elías lærði fræðin sín á Hótel Sögu og starfaði nú síðast sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Kopar. Til gamans má geta að Elías var annar aðstoðarmaður hjá Sigurði Helgasyni í undankeppni Bocuse d´Or árið 2014.
Facebook: Soho Catering-Veisluþjónusta
Vídeó: Svandís Þorsteinsdóttir
Myndir: Smári
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir