Frétt
Hvað borða Íslendingar á aðfangadag? – Dregur úr vinsældum rjúpunnar
Vinsældir hamborgarhryggsins haldast nær óbreyttar milli ára en tæplega helmingur landsmanna (47%) hyggst gæða sér á hátíðarréttinum hefðbundna á aðfangadagskvöld.
Lambakjöt annað en hangikjöt (11%) situr í öðru sæti mælinga líkt og í fyrra en færri segjast nú ætla að borða rjúpu (6%) heldur en áður. Þá halda vinsældir grænmetisfæðis áfram að aukast, sér í lagi meðal yngstu svarenda. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.
Þó að vinsældir hamborgarhryggsins hafi dregist saman um 6 prósentustig frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust árið 2010 hefur hlutfall þeirra sem sögðust ætla að leggja hann sér til munns á aðfangadagskvöld haldist nokkuð stöðugt yfir síðustu fimm árin.
Dregur úr vinsældum rjúpunnar
Vinsældir rjúpunnar hafa einnig dregist saman frá því að mælingar hófust og voru nú 4 prósentustigum færri sem sögðust ætla að fá sér rjúpu samanborið við aðfangadag 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust ætla að snæða grænmetisrétt heldur þó jafnt og þétt áfram að aukast og telur nú 5% landsmanna, samanborið við einungis 1% við upphaf mælinga.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni