Frétt
Hvað borða Íslendingar á aðfangadag? – Dregur úr vinsældum rjúpunnar
Vinsældir hamborgarhryggsins haldast nær óbreyttar milli ára en tæplega helmingur landsmanna (47%) hyggst gæða sér á hátíðarréttinum hefðbundna á aðfangadagskvöld.
Lambakjöt annað en hangikjöt (11%) situr í öðru sæti mælinga líkt og í fyrra en færri segjast nú ætla að borða rjúpu (6%) heldur en áður. Þá halda vinsældir grænmetisfæðis áfram að aukast, sér í lagi meðal yngstu svarenda. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.
Þó að vinsældir hamborgarhryggsins hafi dregist saman um 6 prósentustig frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust árið 2010 hefur hlutfall þeirra sem sögðust ætla að leggja hann sér til munns á aðfangadagskvöld haldist nokkuð stöðugt yfir síðustu fimm árin.
Dregur úr vinsældum rjúpunnar
Vinsældir rjúpunnar hafa einnig dregist saman frá því að mælingar hófust og voru nú 4 prósentustigum færri sem sögðust ætla að fá sér rjúpu samanborið við aðfangadag 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust ætla að snæða grænmetisrétt heldur þó jafnt og þétt áfram að aukast og telur nú 5% landsmanna, samanborið við einungis 1% við upphaf mælinga.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






