Smári Valtýr Sæbjörnsson
Humlar og hert naut – Warpigs á Mikkeller & Friends Reykjavík
Mikkeller & Friends blæs til stórveislu og upphitunar fyrir komandi Bjórhátíð Kex. Í dag föstudaginn verður glaðningur beint frá Warpigs í Kaupmannahöfn en 5 mismunandi bjórar verða á krana frá þessum vinsæla bruggpöbb. Warpigs er í eigu Mikkeller og Three Floyds og er staðsettur í gamalli kjötvinnslu í Ködbyen í Kaupmannahöfn.
Frá opnun hefur hann verið gríðarlega vinsæll og margrómaður fyrir frábæra bjóra. Einnig verður á krana splunkunýr double IPA frá Mikkeller sem heitir einfaldlega NEW IIPA. Mikkeller eru gríðarlega sáttir með þennan bjór og telja þetta vera besta IPA sem þeir hafa bruggað.
Það verður mikil humlaveisla í gangi en af 4 af 6 bjórum verða IPA bjórar. Bjórarnir sem verða á krana eru:
- Mikkeller NEW IIPA
- Warpigs Scarf Squad Hveitibjór
- Warpigs / Cigar City Apple Pie Stout (ásamt Cigar City Brewing frá Tampa)
- Warpigs Reptilian Overlord IPA
- Warpigs Booty Call IPA
- Warpigs Shaky Warrior IPA
Takmarkað magn verður svo af Warpigs snakki, en við fengum sent örugglega eitt besta Beef Jerky sem fengist hefur hérlendis.
Humlaveislan hefst á slaginu 14:00 og stendur til lokunar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla