Smári Valtýr Sæbjörnsson
Humlar og hert naut – Warpigs á Mikkeller & Friends Reykjavík
Mikkeller & Friends blæs til stórveislu og upphitunar fyrir komandi Bjórhátíð Kex. Í dag föstudaginn verður glaðningur beint frá Warpigs í Kaupmannahöfn en 5 mismunandi bjórar verða á krana frá þessum vinsæla bruggpöbb. Warpigs er í eigu Mikkeller og Three Floyds og er staðsettur í gamalli kjötvinnslu í Ködbyen í Kaupmannahöfn.
Frá opnun hefur hann verið gríðarlega vinsæll og margrómaður fyrir frábæra bjóra. Einnig verður á krana splunkunýr double IPA frá Mikkeller sem heitir einfaldlega NEW IIPA. Mikkeller eru gríðarlega sáttir með þennan bjór og telja þetta vera besta IPA sem þeir hafa bruggað.
Það verður mikil humlaveisla í gangi en af 4 af 6 bjórum verða IPA bjórar. Bjórarnir sem verða á krana eru:
- Mikkeller NEW IIPA
- Warpigs Scarf Squad Hveitibjór
- Warpigs / Cigar City Apple Pie Stout (ásamt Cigar City Brewing frá Tampa)
- Warpigs Reptilian Overlord IPA
- Warpigs Booty Call IPA
- Warpigs Shaky Warrior IPA
Takmarkað magn verður svo af Warpigs snakki, en við fengum sent örugglega eitt besta Beef Jerky sem fengist hefur hérlendis.
Humlaveislan hefst á slaginu 14:00 og stendur til lokunar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi