Freisting
Humar sendur með flugi og beint inn í Veisluturninn í Reykjavík
|
Alþjóðlegt verkefni sem Vinnslustöðin, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Háskóli Íslands og Veisluturninn taka þátt í. Í hádeginu í gær var gerð áhugaverð tilraun þegar lifandi humar var fluttur flugleiðina frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og beint inn í hinn glæsilega veitingastað Veisluturninn, þar sem Eyjamaðurinn Sigurður Gíslason er allt í öllu.
Sendingin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem sextán fyrirtæki taka þátt í, m.a. Vinnslustöðin, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Háskóli Íslands og Veisluturninn taka þátt í. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa bestu mögulegu tækni við flokkun og flutning á lifandi krabbadýrum frá veiðum til markaða í Evrópu.
Um er að ræða viðamikið verkefni sem er styrkt af Evrópuráðinu og taka sextán fyrirtæki og rannsóknarstofnanir þátt í verkefninu. Þátttakendurnir koma frá átta löndum innan Evrópu.
Verkefninu er ætlað að minnka skelbrot í flutningi og meðhöndlun á lifandi krabbadýrum en í sumum tilvikum hefur dánartíðni verið allt að 70-80% sökum slæmrar meðferðar. Hérlendis er útflutnigur á lifandi leturhumri ennþá á tilraunastigi enda humarinn veiddur eingöngu í troll. Ýmislegt bendir þó til þess að hægt sé að flokka heilan humar úr trollinu og flytja út lifandi eða minnka skelbrotið töluvert. Þetta er auðvitað háð þáttum eins og togtíma, gerð trollsins og meðhöndlun um borð.
Sigmar Valur Hjartarson, Páll Marvin Jónsson og Heather Philp pakka lifandi humri
Einnig hafa verið gerðar tilraunir með gildruveiðar á humri og í þessari sendingu er humar sem var veiddur 12. ágúst í gildrur suð-austur af Vestmannaeyjum.
Flutningstæknin, þ.e. frá geymslu í landi og á markað er mismunandi eftir fjarlægð frá markað og er þessi tilraun liður í því að finna ódýra lausn til að flytja lifandi humar á nærmarkað.
Með því að þróa bestu mögulegu tækni og miðla henni til sjómanna og vinnslunnar er ýtt undir sjálfbæra nýtingu villtra stofna og um leið er arðsemi auðlindarinnar aukin.
Áherslu punktar er varða verkefnið:
-
Að minnka eða eyða afföllum og tapi á gæðum eftir veiðar og útvíkka markaðsmöguleika lifandi krabbadýrara.
-
Bæta skilning á líffræðilegum þáttum sem hafa áhrif á meðhöndlun, geymslu og flutning krabbadýra.
-
Bæta skilning á tækni og hindrunum við meðhöndlun, geymslu og flutning lifandi krabbadýra.
-
Bæta skilning á mörkuðum fyrir lifandi krabbadýr og þá þætti sem hafa áhrif gæði, ferskleika og verð vörunnar.
-
Þróa flokkunartækni
-
Þróa betri flutningsbúnað fyrir lifandi krabbadýr
-
Þróa/aðlaga vatnshreinsibúnað til notkunar með flutningsbúnaði (á frekar við flutning á töskukrabba)
-
Minnka sjómagn í flutningum (á frekar við flutning á töskukrabba)
Greint frá á sudurlandid.is | Mynd: sudurlandid.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025