Freisting
Hreint drykkjarvatn í Arkhangelsk með norrænni að
Svíþjóð og Finnland vinna að stóru vatnshreinsiverkefni í Arkhangelsk í Norðvestur-Rússlandi við Hvíta hafið. SIDA í Svíþjóð styrkir verkefnið með láni frá EBRD.
SIDA í Svíþjóð hefur veitt fimm milljónum sænskra króna til verkefnisins, en markmið þess er að íbúar borgarinnar fái hreint drykkjarvatn. Það er fyrirtækið Vodokanal í Arkhangelsk sem sér íbúunum fyrir vatni og styrkurinn frá SIDA verður til þess að Evrópski þróunarbankinn, EBRD veitir lán til verkefnisins.
Fulltrúar finnskra ríkisfyrirtækja voru einnig í Arkhangelsk í liðinni viku með fulltrúum SIDA.
Vodokanal leggur nú áherslu á að útvega borgarbúum hreint drykkjarvatn með nýtingu nýrrar tækni. Jan Johansson fulltrúi SIDA segir í viðtali við vefmiðilinn dvinainform.ru að hann sé ánægður með að verkefnið sé hafið.
Vodokanal opnaði nýlega hreinsi- og skolphreinsistöð í Pétursborg með stuðningi frá Norðurlöndunum. Nefco (Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið) hafði umsjón með verkefninu í Pétursborg.
Nánar á BarentsObserver
Heimild myndar: Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé