Freisting
Hreindýraveiðikvótinn stækkaður á næsta ári
Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins.
Náttúrustofan annast vöktun á stærð stofnsins. Tillagan hefur einnig hlotið umfjöllun hreindýraráðs.
Umhverfisráðuneytið segir, að heimildin sé veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðitíma hreindýra á næsta ári sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Veiðikvóti þessa árs var 1137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1129 dýr. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um úthlutun og sölu heimilda til veiða á hreindýrum, en greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins Mbl.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu