Freisting
Hrefnukjöt kláraðist í janúar
Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið.
Í Nýlegri skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir alþjóðadýraverndunarsjóðinn síðastliðinn október, kemur fram að 14% Íslendinga keyptu hvalkjöt síðastliðna 12 mánuði. 86% þátttakenda í könnuninni sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á umræddu tímabili. Árið 2004 voru 32 hrefnur veiddar í vísindaskini og í fyrra voru veidd 39 dýr. Framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meiri en framboðið og það skýri ef til vill af hverju aðeins 14% íslendinga keyptu hvalkjöt á síðasta ári.
Gunnar Bergmann Jónsson, framkv.stj. Félags hrefnuveiðimanna, segir mikinn áhuga fyrir hrefnukjöti, ekki hvað síst eftir að félagið hóf að markaðssetja kjötið sérstaklega síðasta sumar.
Greint frá á Visir.is
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum