Vertu memm

Freisting

Hrefnukjöt kláraðist í janúar

Birting:

þann

Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið.

Í Nýlegri skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir alþjóðadýraverndunarsjóðinn síðastliðinn október, kemur fram að 14% Íslendinga keyptu hvalkjöt síðastliðna 12 mánuði. 86% þátttakenda í könnuninni sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á umræddu tímabili. Árið 2004 voru 32 hrefnur veiddar í vísindaskini og í fyrra voru veidd 39 dýr. Framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meiri en framboðið og það skýri ef til vill af hverju aðeins 14% íslendinga keyptu hvalkjöt á síðasta ári.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkv.stj. Félags hrefnuveiðimanna, segir mikinn áhuga fyrir hrefnukjöti, ekki hvað síst eftir að félagið hóf að markaðssetja kjötið sérstaklega síðasta sumar.

 

Greint frá á Visir.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið