Freisting
Hrefnukjöt kláraðist í janúar
Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið.
Í Nýlegri skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir alþjóðadýraverndunarsjóðinn síðastliðinn október, kemur fram að 14% Íslendinga keyptu hvalkjöt síðastliðna 12 mánuði. 86% þátttakenda í könnuninni sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á umræddu tímabili. Árið 2004 voru 32 hrefnur veiddar í vísindaskini og í fyrra voru veidd 39 dýr. Framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meiri en framboðið og það skýri ef til vill af hverju aðeins 14% íslendinga keyptu hvalkjöt á síðasta ári.
Gunnar Bergmann Jónsson, framkv.stj. Félags hrefnuveiðimanna, segir mikinn áhuga fyrir hrefnukjöti, ekki hvað síst eftir að félagið hóf að markaðssetja kjötið sérstaklega síðasta sumar.
Greint frá á Visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





