Vertu memm

Freisting

Hrefna Rósa Sætran gefur út bókina Fiskmarkaðurinn

Birting:

þann

Fiskmarkaðarins hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda er það ekki á hverjum degi sem ljóstrað er upp leyndarmálum eins vinsælasta veitingastaðar borgarinnar.

Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna, en hún er einn eigandi Fiskmarkaðarins sem staðsettur er í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Hún hefur vakið athygli fyrir ungan aldur, langa afrekaskrá, og þroskaðan og sérhæfðan smekk. Hrefna keppir fyrir hönd Íslands í kokkalandsliðinu og hefur verið með eigin matreiðsluþætti á Skjá einum.

Í bókinni er að finna uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún hefur framreitt á Fiskmarkaðnum, en hún hefur gert þá einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem hafa gaman af því að búa til mat og vilja kalla fram hið ógleymanlega bragð sem eldamennska hennar er þekkt fyrir.

Stórglæsilegar myndir Kristjáns Maack prýða bókina og umbrot og hönnun var í höndum Arnars Geirs Ómarssonar. Fiskmarkaðurinn er í harðspjaldabroti, 123 síður og var prentuð hjá Prentmet.

Hægt er að kaupa bókina í netverslun Sölku Forlags hér.
 
 
 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið