Freisting
Hrefna Rósa Sætran gefur út bókina Fiskmarkaðurinn
Fiskmarkaðarins hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda er það ekki á hverjum degi sem ljóstrað er upp leyndarmálum eins vinsælasta veitingastaðar borgarinnar.
Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna, en hún er einn eigandi Fiskmarkaðarins sem staðsettur er í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Hún hefur vakið athygli fyrir ungan aldur, langa afrekaskrá, og þroskaðan og sérhæfðan smekk. Hrefna keppir fyrir hönd Íslands í kokkalandsliðinu og hefur verið með eigin matreiðsluþætti á Skjá einum.
Í bókinni er að finna uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún hefur framreitt á Fiskmarkaðnum, en hún hefur gert þá einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem hafa gaman af því að búa til mat og vilja kalla fram hið ógleymanlega bragð sem eldamennska hennar er þekkt fyrir.
Stórglæsilegar myndir Kristjáns Maack prýða bókina og umbrot og hönnun var í höndum Arnars Geirs Ómarssonar. Fiskmarkaðurinn er í harðspjaldabroti, 123 síður og var prentuð hjá Prentmet.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt21 klukkustund síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?