Keppni
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
Á síðastliðnu þriðjudagskvöldi fór fram einstök keppni í hraða og snyrtimennsku á barnum Jungle, þar sem Barþjónaklúbbur Íslands og Jungle héldu „Espresso Martini Turbo White T-Shirt Speed Round Competition“.
Keppnin snerist ekki aðeins um hraða heldur einnig um fágun og fagmennsku. Markmiðið var að útbúa Espresso Martini með Finlandia og Kahlua á sem skemmstum tíma án þess að sletta eða skilja eftir sig óreiðu á barnum. Hver keppandi fékk afhentan hvítan keppnisbol, og fyrir hvern þann blett sem lenti á keppnisbol hvers keppanda var dregið af einkunnum.
Alls tóku 36 barþjónar þátt í keppninni og var það Sævar Helgi Örnólfsson, barþjónn á Tipsy, sem stóð uppi sem sigurvegari með óaðfinnanlega frammistöðu. Með hraða, nákvæmni og hreinum bol sigldi hann örugglega til sigurs.
Myndband
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni














































































