Vertu memm

Keppni

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla

Birting:

þann

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Á síðastliðnu þriðjudagskvöldi fór fram einstök keppni í hraða og snyrtimennsku á barnum Jungle, þar sem Barþjónaklúbbur Íslands og Jungle héldu „Espresso Martini Turbo White T-Shirt Speed Round Competition“.

Keppnin snerist ekki aðeins um hraða heldur einnig um fágun og fagmennsku. Markmiðið var að útbúa Espresso Martini með Finlandia og Kahlua á sem skemmstum tíma án þess að sletta eða skilja eftir sig óreiðu á barnum. Hver keppandi fékk afhentan hvítan keppnisbol, og fyrir hvern þann blett sem lenti á keppnisbol hvers keppanda var dregið af einkunnum.

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Sigurvegarinn Sævar Helgi Örnólfsson

Alls tóku 36 barþjónar þátt í keppninni og var það Sævar Helgi Örnólfsson, barþjónn á Tipsy, sem stóð uppi sem sigurvegari með óaðfinnanlega frammistöðu. Með hraða, nákvæmni og hreinum bol sigldi hann örugglega til sigurs.

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbsins var á meðal keppenda

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Tómas Kristjánsson framreiðslumeistari.
Meistari í listinni að skenkja – og forðast óþarfa slettur!

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Aldur er bara tala – en stundum þarf samt smá upprifjun!

Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni - Myndaveisla

Hver segir að barþjónakeppni sé ekki alvöru íþróttaviðburður?

Myndband

Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið