Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hótel Reynihlíð opnar eftir gagngerar breytingar

Birting:

þann

Hótel Reynihlíð

Nú í vetur hefur gengið í gegnum stærstu endurnýjun á húsnæði og búnaði frá upphafi, til að mæta enn betur þörfum gesta sinna og kröfum markaðarins.  Af 41 einu herbergi hafa 20 verið algerlega endurnýjuð og anddyri og bar endurbyggð. Við þetta hefur gestamóttakan stækkað til muna, útbúinn hefur verið glæsilegur hótelbar á jarðhæðinni og byggð viðbygging, 90 fm Glerskáli, þar sem áður var inngangur og stétt. Opnað hefur verið úr glerskálanum beint inná veitingastaðinn, sem áður var aðeins innangengt í úr hótelgestamóttökunni og veitingastaðurinn fengið nafnið Veitingahúsið Myllan, en þar stóð kornmylla Reykhlíðunga í byrjun síðustu aldar.

Hótel Reynihlíð

Hótel Reynihlíð

Hótel Reynihlíð tók til starfa sumarið 1942, fyrst sem heimagisting hjónanna Péturs Jónssonar og Þuríðar Gísladóttur.  Nýtt hús var byggt yfir starfsemina á árunum 1947-49 og hefur þar hefur verið rekið hótel óslitið síðan, af sömu fjölskyldunni.  Húsnæðið og öll aðstaða hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þess hefur ávallt verið gætt af eigendum hótlesins að það sé í fararbroddi í gæðum hvað varðar húsnæði og þjónustu.  Hótel Reynihlíð var fyrst veitingahúsa í dreifbýli á Íslandi til að fá leyfi til áfengisveitinga sumarið 1971.  Þegar flokkun gististaða var tekin upp á Íslandi fékk Hótel Reynihlíð strax 4 stjörnur

Hótel Reynihlíð hefur um áratuga skeið verið leiðandi á landsbyggðinni og eitt af fáum fjögurra stjörnu hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Eigendur hótelsins ákváðu síðastliðið haust að blása til sóknar, en margir ferðaþjónustuaðilar, ekki síst hótel á landsbyggðinni, hafa átt við rekstrarerfileika að stríða á undanförnum árum.

Hótel Reynihlíð

Eftir breytingarnar eru 41 afar vel útbúin og nýtískuleg tveggja manna herbergi á hótelinu, ásamt hótelbarnum með um 20 sæti, glerskálanum með um 40 sæti, sem verður bæði tengdur hótlebarnum og Myllunni, nokkurskonar Bistro Bar og síðan Myllan; “A la Carte Restaurant” með um 80 sæti, þar sem þjónað er til borðs. Auk þess á og rekur hótelið veitingastaðinn Gamalabæinn sem er sjálfstæður veitingastaður á lóð hótelsins og afar vinsæll áningastaður hjá ferðamönnum.

Samtals hafa þessar endurbætur kostað á sjötta tug milljóna. Hönnunin var í höndum Eyrúnar Björnsdóttur innanhússarkitekts.  Margir aðrir hafa lagt drjúga hönd á plóg, handverksmennirnir komu t.d. úr næsta nágrenni, einkum úr sveitinni og frá Húsavík, en einnig að austan, frá Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.

Markmið eigenda hótlesins með þessum aðgerðum er að staðsetja Hótel Reynihlíð sem eitt af bestu hótelunum á landsbyggðinni, enda annað ekki við hæfi þar sem hótelið liggur á einhverjum fegursta stað landsins með óviðjafnanlegt útsýni til allra átta. Óhætt er að segja að Hótel Reynihlíð sé nú fjögurra stjörnu lúxushótel sem gefur því besta sem boðið er uppá í þeim flokki hér á landi ekkert eftir.

Pétur Snæbjörnsson er hótelstjóri og aðaleigandi og Erna Þórarinsdóttir sölustjóri. Páll Kr. Pálsson er formaður stjórnar en auk þeirra þriggja á Byggðastofnun hlut í hótelinu.

Greint frá á heimasíðu Samtaka ferðaþjónustunnar

Myndir: myvatnhotel.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið