Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hótel og mathöll í byggingu í Hveragerði
Í Hveragerði er nú í uppbyggingu nýr og spennandi áningarstaður við aðalgötu bæjarins sem ber heitið Gróðurhúsið og er áætluð opnun haustið 2020.
Í umfjöllun fréttavefs Suðurlands kemur fram að gert er ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í byggingunni sem þjónusta mun Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn.
Mathöll Suðurlands verður staðsett á jarðhæð hússins og verður í anda hinnar skemmtilegu götubitamenningu sem hefur vaxið hratt víða um heim en einnig er stefnt að opnun matarmarkaðar með áherslu á fjölbreytta íslenska framleiðslu.
The Greenhouse Hotel opnar á efri hæðum byggingarinnar og býður uppá nýja og nútímalega nálgun fyrir gesti sína. Í byggingunni verður einnig að finna afþreyingu, verslun og ferðaþjónustu með áherslu á nærumhverfið og hið fallega umhverfi Hveragerðisbæjar, að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um framkvæmdirnar hér.
Mynd: þrívíddarmynd / dfs.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?