Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hótel og mathöll í byggingu í Hveragerði
Í Hveragerði er nú í uppbyggingu nýr og spennandi áningarstaður við aðalgötu bæjarins sem ber heitið Gróðurhúsið og er áætluð opnun haustið 2020.
Í umfjöllun fréttavefs Suðurlands kemur fram að gert er ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í byggingunni sem þjónusta mun Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn.
Mathöll Suðurlands verður staðsett á jarðhæð hússins og verður í anda hinnar skemmtilegu götubitamenningu sem hefur vaxið hratt víða um heim en einnig er stefnt að opnun matarmarkaðar með áherslu á fjölbreytta íslenska framleiðslu.
The Greenhouse Hotel opnar á efri hæðum byggingarinnar og býður uppá nýja og nútímalega nálgun fyrir gesti sína. Í byggingunni verður einnig að finna afþreyingu, verslun og ferðaþjónustu með áherslu á nærumhverfið og hið fallega umhverfi Hveragerðisbæjar, að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um framkvæmdirnar hér.
Mynd: þrívíddarmynd / dfs.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






