Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hótel og mathöll í byggingu í Hveragerði
Í Hveragerði er nú í uppbyggingu nýr og spennandi áningarstaður við aðalgötu bæjarins sem ber heitið Gróðurhúsið og er áætluð opnun haustið 2020.
Í umfjöllun fréttavefs Suðurlands kemur fram að gert er ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í byggingunni sem þjónusta mun Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn.
Mathöll Suðurlands verður staðsett á jarðhæð hússins og verður í anda hinnar skemmtilegu götubitamenningu sem hefur vaxið hratt víða um heim en einnig er stefnt að opnun matarmarkaðar með áherslu á fjölbreytta íslenska framleiðslu.
The Greenhouse Hotel opnar á efri hæðum byggingarinnar og býður uppá nýja og nútímalega nálgun fyrir gesti sína. Í byggingunni verður einnig að finna afþreyingu, verslun og ferðaþjónustu með áherslu á nærumhverfið og hið fallega umhverfi Hveragerðisbæjar, að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um framkvæmdirnar hér.
Mynd: þrívíddarmynd / dfs.is
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






