Freisting
Horfið á fyrsta þáttinn "Ertu í mat?" hjá Kokkalandsliðinu hér
|
Síðastliðinn mánudag hóf göngu sína þættir um Kokkalandsliðið á sjónvapsstöðinni Ínn sem ber heitið Ertu í mat? Fyrsti þátturinn af þremur sýnir undirbúning hjá landsliðinu fyrir Heimsmeistarakeppnina Basel í Swiss sem haldin var í Salon Culinaire Mondial í nóvember 2005. Hér að neðan ber að líta fyrsta þáttinn í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn 10:51 mínútur og sá seinni 12:49 mínútur. Viljum koma á framfæri þakklæti til Bjarna G. yfirmatreiðslumann á Grillinu, meðlim kokkalandsliðsins og myndatökumann að gera okkur það kleypt að sýna þættina hér fyrir sælkera freisting.is. Til gamans má geta að í þriðja þætti verður kynning á kokkalandsliðinu sem æfir stíft þessa dagana fyrir Heimsmeistaramótið Expogast- Culinary world cup 2010 í Lúxemborg á næsta ári og verða þá birtar myndir sem aldrei hafa birst áður. Eins og áður sagði þá er hér að neðan fyrsti þátturinn í tveimur hlutum:
Til fróðleiks þá er hægt að lesa ítarlega umfjöllun um Kokkalandslið í Basel árið 2005 með því að smella hér. |
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






