Vertu memm

Freisting

Hollar súpur á svipstundu

Birting:

þann

Súpur verða sífellt meira lokkandi eftir því sem skammdegið færist yfir. Margir hafa komist á bragðið með að nota blandara eða töfrasprota til að gera heimalagaðar súpur kremaðri, en Erna Kaaber, á Icelandic Fish and Chips, segist búa yfir leynivopni. Hún notar vél að nafni Vita Mix við súpu- og sósugerð.

„Þetta tæki gerir eiginlega rjóma úr öllu sem fer í það. Vélin þeytir grænmetið svo mikið að það verður rjómakennt og silkikennt, og það skiptir engu hvort það er soðið eða hrátt,“ útskýrir Erna.

Við súpugerð byrjar Erna á að léttsteikja það grænmeti sem hún vill nota í góðri olíu. Eftir að hafa bætt í vatni og krafti lætur hún súpuna malla í fimmtán til tuttugu mínútur. „Svo þeyti ég hana saman í vélinni og færi hana aftur í pottinn. Þá er gott að bæta í dálitlu vatni til viðbótar, og svo getur verið gott að bæta í hana ediki eða hvítvíni, það fer allt eftir súpunni,“ segir Erna. Þegar súpan er komin á diskinn mælir Erna svo með því að dreypa góðri olíu yfir hana, svo sem avókadó-, trufflu- eða hnetuolíu.

Tækið, sem fæst hjá Kælitækni, er til í nokkrum útgáfum, bæði til notkunar á veitingastöðum og á heimilum. Þeir sem vilja matreiða hollar og heilnæmar súpur á skömmum tíma geta því íhugað kosti Vita Mix, og bragðað afraksturinn á veitingastað Ernu, Icelandic Fish and Chips.

Heimasíða Fish and Chips: www.fishandchips.is

Heimasíða Kælitækni: www.kaelitaekni.is

Greint frá í Fréttablaðinu

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið