Freisting
Hollar súpur á svipstundu
Súpur verða sífellt meira lokkandi eftir því sem skammdegið færist yfir. Margir hafa komist á bragðið með að nota blandara eða töfrasprota til að gera heimalagaðar súpur kremaðri, en Erna Kaaber, á Icelandic Fish and Chips, segist búa yfir leynivopni. Hún notar vél að nafni Vita Mix við súpu- og sósugerð.
Þetta tæki gerir eiginlega rjóma úr öllu sem fer í það. Vélin þeytir grænmetið svo mikið að það verður rjómakennt og silkikennt, og það skiptir engu hvort það er soðið eða hrátt,“ útskýrir Erna.
Við súpugerð byrjar Erna á að léttsteikja það grænmeti sem hún vill nota í góðri olíu. Eftir að hafa bætt í vatni og krafti lætur hún súpuna malla í fimmtán til tuttugu mínútur. Svo þeyti ég hana saman í vélinni og færi hana aftur í pottinn. Þá er gott að bæta í dálitlu vatni til viðbótar, og svo getur verið gott að bæta í hana ediki eða hvítvíni, það fer allt eftir súpunni,“ segir Erna. Þegar súpan er komin á diskinn mælir Erna svo með því að dreypa góðri olíu yfir hana, svo sem avókadó-, trufflu- eða hnetuolíu.
Tækið, sem fæst hjá Kælitækni, er til í nokkrum útgáfum, bæði til notkunar á veitingastöðum og á heimilum. Þeir sem vilja matreiða hollar og heilnæmar súpur á skömmum tíma geta því íhugað kosti Vita Mix, og bragðað afraksturinn á veitingastað Ernu, Icelandic Fish and Chips.
Heimasíða Fish and Chips: www.fishandchips.is
Heimasíða Kælitækni: www.kaelitaekni.is
Greint frá í Fréttablaðinu

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum