Freisting
Hjörtur rýnir í Tapasbarinn
Hjörtur hefur tekið saman heimsókn hans á hinn vinsæla Tapasbar, en þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir staðinn. Hjörtur er greinilega mjög ánægður með staðinn.
Gagnrýni Hjartar:
Mér vitanlega er Tapasbarinn með opið eldhús lengst frameftir af veitingahúsum borgarinnar. Má vera að einhverjir hafi opið jafnlengi eða lengur og þigg ég ábendingar um þá staði, en þangað til ég veit betur hefur Tapasbarinn vinninginn. Afgreitt er eftir matseðli og full þjónusta er veitt þó komið sé fast að miðnætti. Hentar vel svona B fólki eins og mér. (A fólk fer í gang fyrir allar aldir og er komið í ró fljótlega eftir fréttir sjónvarpsins, B fólk sefur frameftir en er í stuði langt fram á kvöld).
Heimsóknin að þessu sinni var ekki síðri en sú næsta á undan, jafnvel betur heppnuð. Sami þjónn sinnti okkur mestanpart og hann sýndi enn að honum leiðist ekki í vinnunni. Stúlkurnar eru ekki eins ákveðnar en eru staðnum til sóma og prýði. Sú sem kom með fyrsta réttinn á borðið, kengúrukjöt, hefði þó að ósekju mátt presentera það af meiri spennu, eins framandi og það er. Þess í stað smellti hún diskunum á borðið og sagði lágt, um leið og hún snérist á hæl; „kengúra“ ! Og þegar ég kváði sagði hún aðeins hærra „KENGÚRA“ ! Ekki orð um eldunaraðferð eða meðlæti. Engin mystík.
Þetta var eina atriði kvöldsins sem hægt er að gagnrýna með þykkju, allt annað var frábært og þjónninn góði kom strax oní kengúruna með annan rétt sem hann fylgdi úr hlaði með lýsingum sem gerðu hann freistandi og spennandi (þ.e. réttinn). Sama vín var drukkið og í síðustu heimsókn og fer það vel með fjölbreyttum réttunum. Við völdum samsettan seðil þar sem ákveðnir eru tveir réttir en kokkarnir ráða þremur.
Allir réttirnir voru bragðgóðir og vandaðir og við fengum að vita um innihald og aðferðir. Kengúran, sem kom fyrst, var frábær og eins var humarinn góður. Sístur var nýr hörpudisksréttur en trúlega var hráefninu um að kenna því sultaðir tómatarnir sem fiskurinn hvíldi á voru bragðgóðir.
Fyrir utan opnunartímann þá hefur tapasbarinn margt annað sem freystar endurkomu. Góður, fjölbreyttur matur, hlýleg og persónuleg þjónusta og skemmtilega „útlenskt“ umhverfi, svolítið hávært og greinilega gaman á öllum borðum.
Greint frá á bloggsíðu Hjartar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati