Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hinni verður yfirkokkur á Íslensku Hamborgarafabrikkunni
Íslenska Hamborgarafabrikkan opnar núna í mars 2010. Það eru Idol meistararnir Simmi og Jói sem standa að baki Fabrikkunni sem staðsett verður við Höfðatún 2, við hringtorgið á Borgartúni eða skáhalt á móti Höfða.
Hinrik Ingi Guðbjargarson eða Hinni eins og hann er kallaður í daglegu tali verður yfirmatreiðslumaður Fabrikkunnar, en hann var áður að vinna hjá Sælkeradreifingu sem sölumaður þar.
Hinni sagði í samtali við freisting.is að staðurinn muni bjóða upp á 13 tegundir af hamborgurum og með litlum breytingum verði hægt að breyta yfir í heilsuborgara, þ.e. Spelt brauð, hvítlauksgrillaðan Portobello svepp svo eitthvað sé nefnt.
Einnig munu vera 5-6 forréttir, aðalréttir og eftirréttir á matseðlinum.
Íslenska Hamborgarafabrikkan mun taka 138 manns í sæti.
Opnunartími frá:
Sunnudegi til miðvikudags verður frá klukkan 11°° til 22°° og á fimmtudögum til laugardags verður opið frá klukkan 11°°-00°°
Mynd: Af facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






