Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hinni verður yfirkokkur á Íslensku Hamborgarafabrikkunni
Íslenska Hamborgarafabrikkan opnar núna í mars 2010. Það eru Idol meistararnir Simmi og Jói sem standa að baki Fabrikkunni sem staðsett verður við Höfðatún 2, við hringtorgið á Borgartúni eða skáhalt á móti Höfða.
Hinrik Ingi Guðbjargarson eða Hinni eins og hann er kallaður í daglegu tali verður yfirmatreiðslumaður Fabrikkunnar, en hann var áður að vinna hjá Sælkeradreifingu sem sölumaður þar.
Hinni sagði í samtali við freisting.is að staðurinn muni bjóða upp á 13 tegundir af hamborgurum og með litlum breytingum verði hægt að breyta yfir í heilsuborgara, þ.e. Spelt brauð, hvítlauksgrillaðan Portobello svepp svo eitthvað sé nefnt.
Einnig munu vera 5-6 forréttir, aðalréttir og eftirréttir á matseðlinum.
Íslenska Hamborgarafabrikkan mun taka 138 manns í sæti.
Opnunartími frá:
Sunnudegi til miðvikudags verður frá klukkan 11°° til 22°° og á fimmtudögum til laugardags verður opið frá klukkan 11°°-00°°
Mynd: Af facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps