Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hinni verður yfirkokkur á Íslensku Hamborgarafabrikkunni
Íslenska Hamborgarafabrikkan opnar núna í mars 2010. Það eru Idol meistararnir Simmi og Jói sem standa að baki Fabrikkunni sem staðsett verður við Höfðatún 2, við hringtorgið á Borgartúni eða skáhalt á móti Höfða.
Hinrik Ingi Guðbjargarson eða Hinni eins og hann er kallaður í daglegu tali verður yfirmatreiðslumaður Fabrikkunnar, en hann var áður að vinna hjá Sælkeradreifingu sem sölumaður þar.
Hinni sagði í samtali við freisting.is að staðurinn muni bjóða upp á 13 tegundir af hamborgurum og með litlum breytingum verði hægt að breyta yfir í heilsuborgara, þ.e. Spelt brauð, hvítlauksgrillaðan Portobello svepp svo eitthvað sé nefnt.
Einnig munu vera 5-6 forréttir, aðalréttir og eftirréttir á matseðlinum.
Íslenska Hamborgarafabrikkan mun taka 138 manns í sæti.
Opnunartími frá:
Sunnudegi til miðvikudags verður frá klukkan 11°° til 22°° og á fimmtudögum til laugardags verður opið frá klukkan 11°°-00°°
Mynd: Af facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






