Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hin vinsæla Panettone hjá Sandholtsbakarí | Þemað í ár er „að finna og upplifa barnið í sjálfum sér.“

Birting:

þann

Panettone er gómsæt, ítölsk jólakaka sem hefur verið bökuð á Norður-Ítalíu frá því á fimmtándu öld og hefur uppfrá því verið ómissandi hluti af jólahaldi þarlendra.  Bakararnir hjá Sandholtsbakarí hafa prófað sig áfram í nokkur ár með Panettone, með það markmið í huga að kakan yrði eins góð og sú ítalska, en þó með því að nota sem mest af íslensku gæðahráefni í baksturinn.

Panettone hjá Sandholtsbakarí er bökuð úr náttúrulegu súrdeigi sem er búið til úr úrvals Panettone hveiti.  Í hana er notuð fínasta vanilla frá Tahiti og blómaolía frá Flórens til að fá fram hið eina sanna bragði, að auki er kakan rík af smjöri og eggjum.

Um 1930 byrjaði afi minn og nafni, Ásgeir Sandholt bakari, að baka norskt jólabrauð eftir gamalli fjölskylduuppskrift.  Þetta brauð er enn í dag bakað og selt um hver jól í Sandholtsbakaríi.  Uppskriftin er leyniuppskrift bakarísins og brauðið er jafn vinsælt og fyrir rétt 80 árum síðan.

Með virðingu fyrir hinum gömlu hefðum en jafnframt af þörf fyrir að skapa nýjar hefðir þá hef ég búið til mína útgáfu af hinni ítölsku Panettone fyrir þessi jól. Á hverju ári mun svo verða kynnt ný útgáfa af þessari ítölsku jólaköku.

Í tilefni þess að Ásgeir Sandholt afi minn hefði orðið 100 ára á þessu ári tileinka ég honum Panettone ársins 2013.

, sagði Ásgeir Sandholt bakari og eigandi Sandholtsbakarí um nýja Panettone, en 10% af söluvirði Panettone ársins 2013 rennur til Barnaspítala Hringsins.

Hægt er að fá nýja Panettone með sítrusávöxtum og einnig er hún fáanleg með súkkulaði.  Þriðja útgáfan sem er óhefðbundari og í takmörkuðu upplagi er með Gianduja súkkulaði og heslihnetum, en nánari upplýsingar eru á vef Sandholtsbakarí.

Myndskreyttar umbúðir utan um Panettone ársins

Myndskreyttar umbúðir utan um Panettone ársins

Í haust kom upp sú hugmynd að fyrir hver jól yrði hannaður sérstakur jólakassi utan um Panettone ársins.  Ungum og upprennandi listamönnum var boðið að skreyta umbúðirnar í ákveðnu jólaþema og að auki renni hluti af ágóða sölunnar til góðgerðamála.

Í ár fékk Sandholtsbakarí hana Birgittu Sif Jónsdóttur til að myndskreyta umbúðirnar á Panettone ársins 2013.  Þemað í ár er „að finna og upplifa barnið í sjálfum sér.“  Birgitta Sif er barnabókahöfundur og teiknari. Hún er búsett í Svíþjóð.  Fyrsta bók hennar OLIVER var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlauna 2013. Amnesty International styður bókina hennar, sem bók sem skiftir máli, því við erum öll einstök. OLIVER vann einnig Dimmalimm verðlaunin 2012, Ibby verðlaunin sama ár og er tilnefnd til UKLA verðlaunanna í Bretlandi. Næsta bók Birgittu kemur út haustið 2014.

Myndskreytingar hennar á Panettone jólakassanum, gleðja barnið í okkur sjálfum og vekja upp góðar minningar um jólahald í æsku okkar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Til fróðleiks, að Ítalir bera Panettone yfirleitt fram með kampavíni eða sætu víni.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
1 Comment

1 Comments

  1. Magnús

    12.12.2013 at 23:52

    Lookar vel Ásgeir og til hamingju

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið