Vín, drykkir og keppni
Himbrimi Gin
Himbrimi Gin hefur gert samning við Glóbus ehf um að dreifa vöruna hérlendis, en Himbrimi gin er í eigu Brunnur Distillery ehf.
Himbrimi Gin er íslenskur veiðidrykkur, en hann er gerður þannig að hann er bæði ljúffengur óblandaður þegar maður er við laxveiðar, og er frábær að blanda í kokteil þegar maður er kominn aftur upp í veiðibústað.
Himbrimi er eimaður samkvæmt alda gömlum aðferðum frá 18 öld og flokkast sem Old Tom Gin. Bragðið er ljúffengt og sætt, þar sem einiber, blóðberg, hvannarfræ og hunang leika aðalhlutverkin. Jurtirnar sem eru notaðir eru handtíndar, hver flaska er handmerkt, og hver lota er einstök, að því er fram kemur á heimasíðu Glóbus. Nú þegar hefur Himbrimi fengið frábæra dóma hjá íslenskum barþjónum og kokkum, og gaf Gestgjafinn Himbrima fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala