Vertu memm

Freisting

Hið nýja Norræna eldhúsið

Birting:

þann

Claus byrjaði að ræða um hvernig matur var í Danmörku á þeim tíma þegar hann var að alast upp í suður Danmörk en þá var til siðs að nota það ódýrast snillinn var þrípanneraður, hert feiti alls ráðandi, bjórinn var bara útþynnt piss ( svolítið kunnulegt á Íslandí dag) og þar frameftir götunum, enginn virðing fyrir því sem maður lét sér til munns eða eins og Claus sagði „ef maður borðaði eitthvað sem manni fannst ekki gott, en borðaði hratt og möglunarlaust þá myndi maður lifa lengi góðu lífi og komast að lokum til himna“.

Þegar leitað var til Claus til að setja upp veitingastað í húsi þar sem skrifstofur fyrir Grænland, Færeyjar og Íslands á Íslandsbryggju, kom fyrst upp í huga hans að það sem ekki vantaði í Kaupmannahöfn væri einn veitingastaður í viðbót, en smá saman byrjaði að þróast i huga hans hugmynd sem gengi út á að skapa eldhús þar sem norrænar vörur væru í hávegðum hafðar en ekki byggt upp á franskri andalifur, Ítalskri skinku, Ólívolíu eða spönskum ostum.

Fékk hann til liðs við sig Rene Redzepi og saman opnuðu þeir veitingastaðinn Noma árið 2003. Fljótlega áttaði Claus sig á að þetta þyrfti að ræðast á miklu breiðari grunni þar sem erfitt var að fá gæðavörur sem er jú forsendan fyrir góðum mat, boðaði hann stjórnmálamenn, ráðherra, fagmenn og blaðmenn til fundar og viti menn hið nýja Norræna eldhús var fætt og allir vita framhaldið.

Fyrirlesturinn var hluti af Festivali sem fer fram í Norræna húsinu dagana 17 – 24 Febrúar og hvet ég alla sem áhuga hafa að kíkja inn á heimasíðu Norræna hússins því það er þétt dagskrá um Norrænt eldhús.

Heimasíða: www.nordice.is

Smellið hér (Powerpoint-skjal) til að skoða glæruna sem notuð var í fyrirlestrinum.

Ljósmyndir tók Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið