Freisting
Heineken styrktarsjóðurinn
Alfred E. Heineken var margslunginn maður, heimurinn þekkti hann sem bjórframleiðanda og frumkvöðul en hann hafði líka aðrar hliðar og önnur áhugamál.
Eitt af því sem hann beitti sér fyrir var að stofna styrktarsjóð í nafni Heineken, sjóð sem styrkir 5 greinar og veitir verðlaun þeim sem þykja skara fram úr á sínu sviði.
Um er að ræða verðlaun fyrir Listir, Læknavísindi, Sögu, Umhverfismál og Efnafræði. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1964 og þá fyrir efnafræði en síðan hafa aðrar greinar bæst við og eru verðlaunin nú veitt annað hvert ár og verða næst veitt 8 apríl 2006. Umsóknarfrestur til þess að sækja um verðlaunin rennur út 1. janúar 2006.
Alfred E. Heineken lést 3 janúar árið 2002 en Heineken styrktarsjóðurinn lifir áfram og mun halda nafni hans á lofti ásamt því að styrkja göfug málefni.
Greint frá á heimasíðu Rolf Johansen & Company
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða