Freisting
Heineken styrktarsjóðurinn
Alfred E. Heineken var margslunginn maður, heimurinn þekkti hann sem bjórframleiðanda og frumkvöðul en hann hafði líka aðrar hliðar og önnur áhugamál.
Eitt af því sem hann beitti sér fyrir var að stofna styrktarsjóð í nafni Heineken, sjóð sem styrkir 5 greinar og veitir verðlaun þeim sem þykja skara fram úr á sínu sviði.
Um er að ræða verðlaun fyrir Listir, Læknavísindi, Sögu, Umhverfismál og Efnafræði. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1964 og þá fyrir efnafræði en síðan hafa aðrar greinar bæst við og eru verðlaunin nú veitt annað hvert ár og verða næst veitt 8 apríl 2006. Umsóknarfrestur til þess að sækja um verðlaunin rennur út 1. janúar 2006.
Alfred E. Heineken lést 3 janúar árið 2002 en Heineken styrktarsjóðurinn lifir áfram og mun halda nafni hans á lofti ásamt því að styrkja göfug málefni.
Greint frá á heimasíðu Rolf Johansen & Company
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





