Vertu memm

Freisting

Heimsþing World Association of Cooks Societies

Birting:

þann

Stefán Cosser
Stefán Cosser (mynd: Guðjón Steinsson, matreiðslumeistari )

Einn af þeim atburðum, sem hæst ber er á þinginu, er World Junior Chefs Callenge 2006, eða heimsmeistarakeppni matreiðslunema, sem haldin er í fyrsta sinn í sögunni.

En ein af aðal áherslum á þinginu er uppbygging og efling menntunar og fræðslu í matreiðslugreininni. Framtíðarsýn WACS leggur áherslu á þá þætti sem skammstöfun starfsheitisins lýsir, en hver stafur orðsins CHEFS hefur verið skilgreindur á þessa leið; C fyrir cuisine eða eldhús, H fyrir hospitality eða gestrisni, E fyrir education eða menntun, F fyrir food eða matur og S fyrir service eða þjónustu. Keppnin “World Junior Chefs Callenge” er kennd við Hans Bueschkens, en hann var einn af lykilmönnum í kanadískri veitingasögu. Hans var fæddur í Cologne í þýskalandi 15. desember 1931 en hann lést 8. september 1996.

Keppnin er nú haldin í “Auckland University of Technology” og er eins og áður sagði hluti af 32. heimsþingi World Association of Cooks’ Societies, 2006. Hver keppandi undirbýr þriggja rétta málsverð fyrir sex manns, þar sem þeir nota það hráefni sem skilgreint er í keppnisreglum. Keppnin fór fram í dag og er niðurstöðu að vænta á morgun með árangurinn hjá Stefáni Cosser sem keppir fyrir hönd Íslands.

Kíkið á fleiri myndir frá heimsþingi WACS á heimasíðu KM hér

Greint frá á heimasíðu KM

 

Auglýsingapláss

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið