Freisting
Heimsþing World Association of Cooks Societies
Stefán Cosser (mynd: Guðjón Steinsson, matreiðslumeistari )
Einn af þeim atburðum, sem hæst ber er á þinginu, er World Junior Chefs Callenge 2006, eða heimsmeistarakeppni matreiðslunema, sem haldin er í fyrsta sinn í sögunni.
En ein af aðal áherslum á þinginu er uppbygging og efling menntunar og fræðslu í matreiðslugreininni. Framtíðarsýn WACS leggur áherslu á þá þætti sem skammstöfun starfsheitisins lýsir, en hver stafur orðsins CHEFS hefur verið skilgreindur á þessa leið; C fyrir cuisine eða eldhús, H fyrir hospitality eða gestrisni, E fyrir education eða menntun, F fyrir food eða matur og S fyrir service eða þjónustu. Keppnin World Junior Chefs Callenge er kennd við Hans Bueschkens, en hann var einn af lykilmönnum í kanadískri veitingasögu. Hans var fæddur í Cologne í þýskalandi 15. desember 1931 en hann lést 8. september 1996.
Keppnin er nú haldin í Auckland University of Technology og er eins og áður sagði hluti af 32. heimsþingi World Association of Cooks’ Societies, 2006. Hver keppandi undirbýr þriggja rétta málsverð fyrir sex manns, þar sem þeir nota það hráefni sem skilgreint er í keppnisreglum. Keppnin fór fram í dag og er niðurstöðu að vænta á morgun með árangurinn hjá Stefáni Cosser sem keppir fyrir hönd Íslands.
Kíkið á fleiri myndir frá heimsþingi WACS á heimasíðu KM hér
Greint frá á heimasíðu KM
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið