Freisting
Heimsþing World Association of Cooks Societies
Stefán Cosser (mynd: Guðjón Steinsson, matreiðslumeistari )
Einn af þeim atburðum, sem hæst ber er á þinginu, er World Junior Chefs Callenge 2006, eða heimsmeistarakeppni matreiðslunema, sem haldin er í fyrsta sinn í sögunni.
En ein af aðal áherslum á þinginu er uppbygging og efling menntunar og fræðslu í matreiðslugreininni. Framtíðarsýn WACS leggur áherslu á þá þætti sem skammstöfun starfsheitisins lýsir, en hver stafur orðsins CHEFS hefur verið skilgreindur á þessa leið; C fyrir cuisine eða eldhús, H fyrir hospitality eða gestrisni, E fyrir education eða menntun, F fyrir food eða matur og S fyrir service eða þjónustu. Keppnin World Junior Chefs Callenge er kennd við Hans Bueschkens, en hann var einn af lykilmönnum í kanadískri veitingasögu. Hans var fæddur í Cologne í þýskalandi 15. desember 1931 en hann lést 8. september 1996.
Keppnin er nú haldin í Auckland University of Technology og er eins og áður sagði hluti af 32. heimsþingi World Association of Cooks’ Societies, 2006. Hver keppandi undirbýr þriggja rétta málsverð fyrir sex manns, þar sem þeir nota það hráefni sem skilgreint er í keppnisreglum. Keppnin fór fram í dag og er niðurstöðu að vænta á morgun með árangurinn hjá Stefáni Cosser sem keppir fyrir hönd Íslands.
Kíkið á fleiri myndir frá heimsþingi WACS á heimasíðu KM hér
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin