Vertu memm

Freisting

Heimsþing matreiðslumanna 2006 á Nýja-Sjálandi

Birting:

þann

Valgerður Albertsdóttir og Bjarki Hilmarsson

Þrettán klukkustundum á undan okkur eru félagarnir Gissur Guðmundsson og Bjarki Hilmarsson úr stjórn KM á heimsþingi í Auckland á Nýja-Sjálandi, en með þeim í för eru hjónin Guðjón Steinsson og Valgerður Albertsdóttir, kennd við GV heildverslun.  Auk þeirra eru þeir Ragnar Wessman frá Hótel- og matvælaskólanum og Stefán Cosser matreiðslunemi.  Stefán er um það bil að taka þátt í nýrri keppni matreiðslunema sem haldin er í fyrsta sinn í tengslum við heimsþingið, en þegar þessi orð eru skrifuð er keppnin líklega í fullum gangi.

Þingið var sett á sunnudaginn var og verða þingstörf fram eftir vikunni, en meðal ákvarðana þar er að vænta ákvörðunar um hvar þingið verður haldið árið 2010, en árið 2008 verður þingið haldið í Dubai eða Sameinuðu Furstaríkjunum.  Mikil eftirsókn er í að halda þessi þing og er nánast slegist um að halda þessi þing meðal aðildar landanna því þau lönd sem hug hafa á að bjóða þinginu heim leggja mikla vinnu í að kynna kosti þess að þingið verði haldið hjá þeim og er það í leiðinni geysileg landkynning.

Greint frá á heimasíðu KM

Frekari frétta er að vænta frá þinginu, eftir því sem að hlutirnir gerast.

Fréttir og fleira birt efni um Heimsþing matreiðslumanna í erlenda fréttahorninu á Freisting.is:

WACS Congress 2006

WACS Congress 2006 – have started

WACS Congress 2006 – Day 2

WACS Congress 2006 – Day 3

WACS Congress 2006 – Day 4

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið