Freisting
Heimsþing matreiðslumanna 2006 á Nýja-Sjálandi

Þrettán klukkustundum á undan okkur eru félagarnir Gissur Guðmundsson og Bjarki Hilmarsson úr stjórn KM á heimsþingi í Auckland á Nýja-Sjálandi, en með þeim í för eru hjónin Guðjón Steinsson og Valgerður Albertsdóttir, kennd við GV heildverslun. Auk þeirra eru þeir Ragnar Wessman frá Hótel- og matvælaskólanum og Stefán Cosser matreiðslunemi. Stefán er um það bil að taka þátt í nýrri keppni matreiðslunema sem haldin er í fyrsta sinn í tengslum við heimsþingið, en þegar þessi orð eru skrifuð er keppnin líklega í fullum gangi.
Þingið var sett á sunnudaginn var og verða þingstörf fram eftir vikunni, en meðal ákvarðana þar er að vænta ákvörðunar um hvar þingið verður haldið árið 2010, en árið 2008 verður þingið haldið í Dubai eða Sameinuðu Furstaríkjunum. Mikil eftirsókn er í að halda þessi þing og er nánast slegist um að halda þessi þing meðal aðildar landanna því þau lönd sem hug hafa á að bjóða þinginu heim leggja mikla vinnu í að kynna kosti þess að þingið verði haldið hjá þeim og er það í leiðinni geysileg landkynning.
Greint frá á heimasíðu KM
Frekari frétta er að vænta frá þinginu, eftir því sem að hlutirnir gerast.
Fréttir og fleira birt efni um Heimsþing matreiðslumanna í erlenda fréttahorninu á Freisting.is:
WACS Congress 2006 – have started
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni24 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





