Freisting
Heimsþing matreiðslumanna 2006 á Nýja-Sjálandi
Þrettán klukkustundum á undan okkur eru félagarnir Gissur Guðmundsson og Bjarki Hilmarsson úr stjórn KM á heimsþingi í Auckland á Nýja-Sjálandi, en með þeim í för eru hjónin Guðjón Steinsson og Valgerður Albertsdóttir, kennd við GV heildverslun. Auk þeirra eru þeir Ragnar Wessman frá Hótel- og matvælaskólanum og Stefán Cosser matreiðslunemi. Stefán er um það bil að taka þátt í nýrri keppni matreiðslunema sem haldin er í fyrsta sinn í tengslum við heimsþingið, en þegar þessi orð eru skrifuð er keppnin líklega í fullum gangi.
Þingið var sett á sunnudaginn var og verða þingstörf fram eftir vikunni, en meðal ákvarðana þar er að vænta ákvörðunar um hvar þingið verður haldið árið 2010, en árið 2008 verður þingið haldið í Dubai eða Sameinuðu Furstaríkjunum. Mikil eftirsókn er í að halda þessi þing og er nánast slegist um að halda þessi þing meðal aðildar landanna því þau lönd sem hug hafa á að bjóða þinginu heim leggja mikla vinnu í að kynna kosti þess að þingið verði haldið hjá þeim og er það í leiðinni geysileg landkynning.
Greint frá á heimasíðu KM
Frekari frétta er að vænta frá þinginu, eftir því sem að hlutirnir gerast.
Fréttir og fleira birt efni um Heimsþing matreiðslumanna í erlenda fréttahorninu á Freisting.is:
WACS Congress 2006 – have started
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda