Markaðurinn
Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM – Myndir
Dagana 14. – 17. september fór hópur á vegum OJK-ISAM og Puratos til Belgíu á námskeið og fyrirlestra.
Við komu þann 14. september fór hópurinn á röltið og skoðaði bakari og Chocolatiers í Brussel sem endaði svo með flottum kvöldverð á La Roue d’Or.
15. september var komið að því að heimsækja höfuðstöðvar Puratos í Brussel og var tekið vel á móti Íslendingunum. Prógramm dagsins var þétt og allur undirbúningur hjá Puratos til fyrirmyndar. Heimsókn í nýsköpunar miðstöð , fyrirlestur “Taste Tomorrow” og tertunámskið hjá Philippe Richard var flottur endir á góðum degi.
Eftir námskeiðið hjá Philippe var hópnum komið fyrir í rútu sem hélt til St.Vith og við komuna þangað var grillað fyrir hópinn ásamt pörun á Belgískum bjór og súrdeigi sem fór vel í mannskapinn.
16. september voru allir ræstir út snemma enda stór dagur framundan hjá okkar mönnum. “Maison Du Levain” var heimsótt þar sem maður er tekin 250 bakarakynslóðir aftur til fortíðar og svo hvað er í vændum.
Næst var það Súrdeigs safnið sem er eina sinnar tegundar í heiminum og geymir súr fyrir þau bakarí í heiminum sem eiga langa sögu. Súrinn er mældur, fóðraður og nostrað við hann.
Miklar rannsóknir fara fram á súrnum þarna og upplýsingar sem gaman er að skoða varðandi súrana. Elsti súrinn er yfir 100 ára gamall. Fróðlegt er að segja frá því að Puratos er líklega búið að finna þann rúgsúr sem mun fara í þetta safn innan skamms en meira um það síðar.
Næst var það súrdeigsnámskeið hjá hinum Franska bakara og pastry chef Vincent Fogaroli. Síðan var förinni heitið aftur til Brussel þar sem hópurinn snæddi síðasta kvöldverðinn fyrir heimferð daginn eftir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins





















