Vertu memm

Markaðurinn

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM – Myndir

Birting:

þann

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM

Dagana 14. – 17. september fór hópur á vegum OJK-ISAM og Puratos til Belgíu á námskeið og fyrirlestra.

Við komu þann 14. september fór hópurinn á röltið og skoðaði bakari og Chocolatiers í Brussel sem endaði svo með flottum kvöldverð á La Roue d’Or.

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM

15. september var komið að því að heimsækja höfuðstöðvar Puratos í Brussel og var tekið vel á móti Íslendingunum.  Prógramm dagsins var þétt og allur undirbúningur hjá Puratos til fyrirmyndar. Heimsókn í nýsköpunar miðstöð , fyrirlestur “Taste Tomorrow” og tertunámskið hjá Philippe Richard var flottur endir á góðum degi.

Eftir námskeiðið hjá Philippe var hópnum komið fyrir í rútu sem hélt til St.Vith og við komuna þangað var grillað fyrir hópinn ásamt pörun á Belgískum bjór og súrdeigi sem fór vel í mannskapinn.

16. september voru allir ræstir út snemma enda stór dagur framundan hjá okkar mönnum.  “Maison Du Levain” var heimsótt þar sem maður er tekin 250 bakarakynslóðir aftur til fortíðar og svo hvað er í vændum.

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM

Súrdeigs safnið er eina sinnar tegundar í heiminum

Næst var það Súrdeigs safnið sem er eina sinnar tegundar í heiminum og geymir súr fyrir þau bakarí í heiminum sem eiga langa sögu.  Súrinn er mældur, fóðraður og nostrað við hann.

Heimsókn til Puratos á vegum OJK-ISAM

Miklar rannsóknir fara fram á súrnum þarna og upplýsingar sem gaman er að skoða varðandi súrana. Elsti súrinn er yfir 100 ára gamall. Fróðlegt er að segja frá því að Puratos er líklega búið að finna þann rúgsúr sem mun fara í þetta safn innan skamms en meira um það síðar.

Næst var það súrdeigsnámskeið hjá hinum Franska bakara og pastry chef Vincent Fogaroli.  Síðan var förinni heitið aftur til Brussel þar sem hópurinn snæddi síðasta kvöldverðinn fyrir heimferð daginn eftir.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið