Sverrir Halldórsson
Heimsókn í mötuneyti Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM)
Það er staðsett á 4. hæð í aðalstöðvum TM í Síðumúla 24 í dag og er yfirmatreiðslumaður þess Jóhann Sigurðsson.
Jóhann lærði á Hótel Blönduós og kláraði árið 1988, síðasta árið vann hann á Holiday Inn með skólanum. Síðan var hann 4 sumur á Edduhótelunum, Rúgbrauðsgerðinni í 4 ár, Tilveran Hafnarfirði, rak kaffihús í Hafnarfirði, vann í Hagkaup og Fiskbúðinni okkar og síðastliðinn 14 ár hefur hann stjórnað mötuneyti TM.
Svona lýsir Jóhann starfi sínu:
Mötuneytisvinnan er eitthvað það erfiðasta sem ég hef unnið við, vegna þass að þar þarf maður að vera með fjölbreyttan í matseðil og öllu sem því fylgir til að ná til sem flestra, 5 daga vikunnar.
Það eru um hundrað manns að jafnaði sem snæða á hverjum degi, þannig að það tekur svolítið á að gera öllum til geðs svo vel eigi að vera og þýðir ekkert fyrir matreiðslumanninn að vera stöðugt í símanum eða tölvunni, ef hann ætlar að halda starfi sínu.
Daginn sem ég leit við var salatbarinn sem er alltaf, súpan var Sætkartöflumauksúpa og aðalrétturinn steikt Svínasíða með sykurbrúnuðum kartöflum, steiktu grænmeti og brúnni sósu.
Smakkaðist þetta alveg fantavel, enda ekki við öðru að búast við af manni sem er með 14 ár á bakinu á sama stað.
Hér getur að líta á matseðil fyrir eina viku:
- Hakkabuff með lauksósu og spældu eggi, Sveppasúpa
- Ofnbakaður steinbítur í Píri Píri, Gulrótarsúpa
- Kjúklingabringa í Tandori með kryddgrjónum, Frönsk lauksúpa
- Laxasteik með heimalöguðu pesto, Sætkartöflusúpa með engifer og chili
- Nautaklúbbssamloka með bearnaise sósu og frönskum kartöflum

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata