Viðtöl, örfréttir & frumraun
Heimshornaflakk bragðlaukanna
„Street food“ menning hefur lengst af verið til. Hvar sem þú drepur niður fæti í heiminum finnurðu matarvagn á næsta götuhorni. Á Íslandi er „Bæjarins bestu“ þekktasta framlag „Street food“ menningar, hefur verið við lýði í um 40 ár. Á undanförnum árum hefur matarvögnum, mörkuðum og tjöldum fjölgað hægt og rólega í takt við skemmtilega þróun matvæla víða um heim.
Nýjasta framtakið er matarmarkaður Gerðar Jóns. og Ólafs Ólafssonar, KRÁS, í Fógetagarðinum, sem sýndi og sannaði að þörfin var til staðar og er komin til að vera. Skemmtilegar þjóðlegar matarhátíðir víða um land hafa heppnast vel, t.d. á Ísafirði.
- Tyrkneskur matur
- Sushi
- Rækjur
- Pönnukökur og djús
- Matur frá Póllandi
- Matur frá Perú
- Matur frá Póllandi
- Kökur
Ég bý við hliðina á Camden markaðnum í Norður-London og legg leið mína oft þangað. Ég hef notið þess fylgjast með þeim „suðupotti“ matargerðar sem á sér stað hér í London. Lítil veitingafyrirtæki eru að koma sínum vörum á framfæri og leigja sér bása og tjöld. Þar er lögð alúð og natni í hvern einasta bita. Auk fyrirtækjanna eru líka margir einstaklingar með vagna eða tjöld. Fjölbreytnin er ekki síður spennandi þar sem matarmenning frá öllum heimshornum kemur saman á litlum bletti í tjöldum. Ilminn leggur um svæðið, steikarlykt og kaffiilmur kitla vitin, nú eða ilmur af pönnukökum, brösuðum pólskum pylsum, afrískum pottréttum, kamel- og strútsborgurum, indverskum, spænskum, ítölskum eða asískum mat. Listinn er endalaus. Maður gleymir sér á þessum stað og óskar þess stundum að hafa meira magarými.
- Kjöt
- Sælkera Samlokur
- Jerk stöðin
- Ítalskur matur
- Grísakjöt
- Glútenfrítt
- Tyrkneskur matur
- Lambakjöt
- Amerískur matur
- Allt í rækju
Gæðin eru áberandi enda myndi lítið þýða að bjóða uppá slæmt hráefni. South Bank er líflegur staður um helgar, Á East Bank er hægt að gæða sér á „street food“ alla daga, Portobello markaðurinn sömuleiðis skemmtilegur og ekki er haldin götuhátið án þess að ilmandi matur og drykkir séu í aðalhlutverki. Fyrir ykkur mataráhugafólk er nauðsynlegt að þefa uppi þessa markaði og gæða sér á mat frá öllum heimshornum:
Cheers Garðar Agnarsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu