Freisting
Heimilislaus kokkur bjó á Gatwick flugvelli
Heimilislaus kokkur, gerði Gatwick flugvöllinn í London að heimili sínu, og borðaði, svaf og fór í sturtu þar í meira en þrjú ár.
Á fréttavef BBC kemur fram að Anthony Delaney hóf fyrst að dvelja á flugvellinum 2004 en ári síðar bönnuðu flugvallayfirvöld honum opinberlega að vera á staðnum. Þrátt fyrir það hélt Anthony áfram að dvelja þar og tveim árum síðar var honum síðan fyrir dómi bannað að koma á Gatwick flugvöllinn og lestarstöðina.
Einu skiptin sem hann yfirgaf flugvöllinn var til þess að sækja atvinnuleysisbætur sínar. Delaney hefur lýst sig sekan af brotinu fyrir rétti.
Í réttinum kom fram að Delaney eigi ekki við geðræn vandamál að stríða, né áfengis eða fíkniefnavandamál, og var hann aldrei til neinna vandræða. Delaney er sagður hafa sagt lögfræðingi sínum að honum þætti betra að dvelja á flugvellinum því þar væri hreint, þurrt og hlýtt.
Saga Anthony Delaney, 43 ára, minnir mjög á sögu farþega í bíómynd Steven Spielbergs, The Terminal, en Tom Hanks lék farþega sem bjó á JFK flugvellinum í New York eftir að verða strandaglópa vegna pólitískra umbrota í heimalandi sínu.
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan