Freisting
Heimilislaus kokkur bjó á Gatwick flugvelli
Heimilislaus kokkur, gerði Gatwick flugvöllinn í London að heimili sínu, og borðaði, svaf og fór í sturtu þar í meira en þrjú ár.
Á fréttavef BBC kemur fram að Anthony Delaney hóf fyrst að dvelja á flugvellinum 2004 en ári síðar bönnuðu flugvallayfirvöld honum opinberlega að vera á staðnum. Þrátt fyrir það hélt Anthony áfram að dvelja þar og tveim árum síðar var honum síðan fyrir dómi bannað að koma á Gatwick flugvöllinn og lestarstöðina.
Einu skiptin sem hann yfirgaf flugvöllinn var til þess að sækja atvinnuleysisbætur sínar. Delaney hefur lýst sig sekan af brotinu fyrir rétti.
Í réttinum kom fram að Delaney eigi ekki við geðræn vandamál að stríða, né áfengis eða fíkniefnavandamál, og var hann aldrei til neinna vandræða. Delaney er sagður hafa sagt lögfræðingi sínum að honum þætti betra að dvelja á flugvellinum því þar væri hreint, þurrt og hlýtt.
Saga Anthony Delaney, 43 ára, minnir mjög á sögu farþega í bíómynd Steven Spielbergs, The Terminal, en Tom Hanks lék farþega sem bjó á JFK flugvellinum í New York eftir að verða strandaglópa vegna pólitískra umbrota í heimalandi sínu.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt5 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





