Freisting
Heiðursviðurkenning fyrir norrænan mat og matarger
Lise Lykke Steffensen landbúnaðarráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni fékk heiðursviðurkenningu Dönsku matreiðsluakademíunnar fyrir störf sem tengjast matreiðslu og norrænum mat og matargerð.
Lise Lykke Steffensen sem er landbúnaðarráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni þar sem hún fer með ábyrgð á norræna genabankanum, var í síðustu viku afhent heiðursviðurkenningu Dönsku matreiðsluakademíunnar fyrir starf sitt við kynningu á norrænum mat og matargerð og einnig það starf sem hún hefur unnið við svonefnda slow-food-hreyfingu í Danmörku.
Steffensen var ein af átta, sem fengu heiðursviðurkenningu að þessu sinni. Viðurkenningarnar voru fyrir ölgerðarlist, ávaxtarækt, gott brauð, góða eldamennsku, uppsetningu verslana og betri skólamáltíðir.
Norræna ráðherranefndin setur af stað eigið verkefni sem mun fjalla um nýjan norrænan mat og matargerð í framhaldi að svonefndri Árósayfirlýsingu og stórri ráðstefnu sem nefndist Norræn matargerð.
Greint frá á heimasíðu Norrænu ráðherranefndinni.
Mynd: Norræna ráðherranefndin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði