Markaðurinn
Haustlína hjá Pure Deli, nýr Lavazza kaffiþeytingur á matseðlinum
Í tilefni þess að haustið er skollið á og nýr Lavazza kaffiþeytingur er kominn á matseðilinn hjá Pure Deli, var efnt til haustfagnaðar á staðnum í Bæjarlind í Kópavogi.
Fallegt haustveður lék um gestina og kósístemning sveif yfir staðnum þar sem boðið var upp á hollar og bragðgóðar kræsingar, kaffiþeyting og rjúkandi heitan bolla af Lavazza kaffi.
Hjá Pure Deli er boðið upp á hágæða ítalskt kaffi frá Lavazza. Þar er boðið upp á ORO-blönduna, sem er úr 100% Arabica-baunum, en það er fyrsta kaffiblandan sem Lavazza setti á markað og er enn í dag sú vinsælasta.
Pure Deli opnar klukkan níu á morgnana alla virka daga og er að finna í Skeifunni og í Bæjarlind í Kópavogi. Mjög hefur fjölgað þeim viðskiptavinum sem sækjast eftir að byrja morguninn þar eða taka með sér kaffi og morgunverð í vinnuna.
Ekki allir sem vita af þjónustunni
Staðirnir eru opnir um helgar og þá er ávallt hægt að fá brönsplatta, avókadó-„toast“ og að sjálfsögðu bolla af rjúkandi heitu Lavazza kaffi.
Pure Deli býður einnig uppá veisluþjónustu, en það vita ekki allir af henni. Þjónustan hentar vel fyrir fundi, afmæli og ýmis tilefni.
Meðfylgjandi ljósmyndir lýsa vel stemningunni sem ríkti á haustfagnaðinum hjá Ingibjörgu og gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









