Markaðurinn
Haustlína hjá Pure Deli, nýr Lavazza kaffiþeytingur á matseðlinum
Í tilefni þess að haustið er skollið á og nýr Lavazza kaffiþeytingur er kominn á matseðilinn hjá Pure Deli, var efnt til haustfagnaðar á staðnum í Bæjarlind í Kópavogi.
Fallegt haustveður lék um gestina og kósístemning sveif yfir staðnum þar sem boðið var upp á hollar og bragðgóðar kræsingar, kaffiþeyting og rjúkandi heitan bolla af Lavazza kaffi.
Hjá Pure Deli er boðið upp á hágæða ítalskt kaffi frá Lavazza. Þar er boðið upp á ORO-blönduna, sem er úr 100% Arabica-baunum, en það er fyrsta kaffiblandan sem Lavazza setti á markað og er enn í dag sú vinsælasta.
Pure Deli opnar klukkan níu á morgnana alla virka daga og er að finna í Skeifunni og í Bæjarlind í Kópavogi. Mjög hefur fjölgað þeim viðskiptavinum sem sækjast eftir að byrja morguninn þar eða taka með sér kaffi og morgunverð í vinnuna.
Ekki allir sem vita af þjónustunni
Staðirnir eru opnir um helgar og þá er ávallt hægt að fá brönsplatta, avókadó-„toast“ og að sjálfsögðu bolla af rjúkandi heitu Lavazza kaffi.
Pure Deli býður einnig uppá veisluþjónustu, en það vita ekki allir af henni. Þjónustan hentar vel fyrir fundi, afmæli og ýmis tilefni.
Meðfylgjandi ljósmyndir lýsa vel stemningunni sem ríkti á haustfagnaðinum hjá Ingibjörgu og gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









