Smári Valtýr Sæbjörnsson
Haust byrjar með hádegisverðarhlaðborð – Greinilega mikill metnaður þar á ferð
Fyrir þremur vikum síðan byrjaði veitingastaðurinn Haust sem staðsettur er í nýja Fosshótelinu í Þórunnartúni að bjóða upp á hádegisverðarhlaðborð .
Matseðlar á Haust eru bundnir uppskeru hverrar árstíðar og er hádegisverðarhlaðborðið í villibráðarstíl þar sem boðið er upp á kjöt-, fisk- og grænmetis- rétti ásamt súpu og nýbökuðu brauði og úrvali af meðlæti og eftirréttum.
Eins og áður segir þá er veitingastaðurinn Haust staðsettur í Þórunnartúni 1 og gengið er inn um aðalinngang á jarðhæð í nýrri 16 hæða byggingu Fosshótels Reykjavík.
Meðfylgjandi myndir sýna hluta af hlaðborðinu og á myndunum að dæma þá er greinilega mikill metnaður þar á ferð.
Hádegisverðarhlaðborð á Haust, alla virka daga frá kl 12-14. á 2.950 kr.
Myndir: af facebook síðu Haust.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar