Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Haust byrjar með hádegisverðarhlaðborð – Greinilega mikill metnaður þar á ferð

Birting:

þann

Hádegisverðarhlaðborðið á Haust

Fyrir þremur vikum síðan byrjaði veitingastaðurinn Haust sem staðsettur er í nýja Fosshótelinu í Þórunnartúni að bjóða upp á hádegisverðarhlaðborð .

Matseðlar á Haust eru bundnir uppskeru hverrar árstíðar og er hádegisverðarhlaðborðið í villibráðarstíl þar sem boðið er upp á kjöt-, fisk- og grænmetis- rétti ásamt súpu og nýbökuðu brauði og úrvali af meðlæti og eftirréttum.

Hádegisverðarhlaðborðið á Haust

Eins og áður segir þá er veitingastaðurinn Haust staðsettur í Þórunnartúni 1 og gengið er inn um aðalinngang á jarðhæð í nýrri 16 hæða byggingu Fosshótels Reykjavík.

Meðfylgjandi myndir sýna hluta af hlaðborðinu og á myndunum að dæma þá er greinilega mikill metnaður þar á ferð.

 

Hádegisverðarhlaðborð á Haust, alla virka daga frá kl 12-14. á 2.950 kr.

Myndir: af facebook síðu Haust.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið