Vertu memm

Frétt

Hátt í 100 manns án atvinnu

Birting:

þann

Café Ópera - Eldur

Hátt í eitt hundrað manns misstu vinnuna eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag.

Tveir stærstu veitingastaðirnir sem brunnu höfðu hátt í 70 starfsmenn.  Þeir eru báðir með tryggingu sem tryggir starfsmönnum laun á meðan þeir eru í atvinnuleit.

Ekki eru enn nákvæmar tölur um hversu margir misstu vinnuna eftir brunann en samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir hátt í eitt hundrað talsins. Fimm fyrirtæki voru rekin í húsunum sem brunnu að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Þau voru Pravda, Kaffi ópera, Kebab húsið, Rósenberg, og Tourist Booking .   Einar Ingason framkvæmdastjóri Pravda segir að yfir fimmtíu manns hafi verið í föstu og hlutastarfi á staðnum og enn sé óljóst hvað verði um þá.

Café Ópera - Eldur

Tuttugu manns voru að hefja störf hjá Kaffi Óperu sem hugðist opna nýjan stað 1.júní næstkomandi og fara starfsmenn þar líklega til starfa á öðrum veitingastöðum sem fyrirtækið 101 heild rekur.   Alls störfuðu 20 manns hjá Rósenberg og Kebab húsinu sem brunnu einnig illa.  Til viðbótar eru nokkrir starfsmenn sem störfuðu á öllum stöðum í hlutastarfi.

Niels Olgeirsson formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands réttarstöðu starfsmanna sem lenda í svona aðstæðum mjög litla.  Hafi fyrirtæki hins vegar svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu greiði hún laun starfsmannanna þar til þeir komast í aðra vinnu.

Eigendur Pravda og Kaffi óperu segja báða staðina hafa verið vel tryggða. Þeir  hafi rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggi starfsmönnum laun á meðan þeir leiti annarra starfa.  Eigendur Rósenbergs og Kebab hússins segjast  ekki hafa slíka tryggingu og því fái starfsmenn þar, ekki greidd laun líkt og hjá hinum stöðunum.  Niels segir að fólk eigi ekki eftir að eiga í erfiðleikum með að finna störf við sitt hæfi. Mikil mannekla sé á veitingahúsum og skemmtistöðum borgarinnar og nóga atvinnu að hafa.

Greint frá á visir.is

Ljósmynd: Freisting.is/©BASI

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið