Uncategorized @is
Hátíðarkvöldverður KM 2014
Nú styttist óðum í árlegan Hátíðarkvöldverð klúbbsins okkar sem að þessu sinni verður haldinn laugardaginn 4.janúar næstkomandi á hótel Hilton. Nú haldinn í 27. sinn. Kvöldverðurinn hefur tekist afar vel mörg undanfarin ár og er eftirspurnin að þessu sinni langt umfram miðaframboð og löngu uppselt.
Undirbúningsnefndin hefur unnið allt frá síðasta kvöldverði við að gera þetta kvöld enn á ný sem glæsilegast fyrir gestina okkar, og er þar jafnan í mörg horn að líta. Við vonumst til og væntum þess að vel takist til enn eitt árið sem væri enn ein rósin í hnappagat okkar frábæra félagsskapar.
Við treystum á ykkur kæru félagar til að fjölmenna á Hilton til að leggja hönd á plóg 4.janúar og óskum eftir öllum þeim sem vettlingi geta valdið á staðinn. Gestir mæta í fordrykk kl 18:00 og því mælumst við til þess að matreiðslumenn séu komnir í hús kl 17:00
Munið klæðnaðinn, hvítan kokkajakka,svartar buxur og skó og þeir félagar sem hafa verið heiðraðir með orðum beri þær á kvöldinu.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Viðarsson í s:8400149 [email protected]
Með kærri kveðju.
Hafliði Halldórsson forseti KM
www.chef.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?