Frétt
Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs forseta Úganda
Eins og menn hafa eflaust lesið var forseti Úganda ásamt föruneyti hér á landi í opinberri heimsókn í boði Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.
Aðaltilgangur ferðarinnar var að skoða og fá upplýsingur varðandi nýtingu jarðhita og var meðal annars virkjunin á Hellisheiði heimsótt í þeim tilgangi .
Einnig kynntu Úgandamenn sér þróun og stjórn fiskveiða hér við land .
Þegar háttsettir embættismenn heimsækja landið er oftast blásið til veislu og var hér engin undantekning.
Kvöldverður til heiðurs Yoweri Kaguta Museveni forseta Úganda og konu hans Janet Kataha Museveni haldinn á Bessastöðum 17. September í boði forseta Íslands.
Matseðill:
Villisvepparisotto með glóðari papriku,vorlauk og tempura spergli
******
Eggaldin rúlla með tómatbökuðu grænmeti og hvítlauksengifersósu
******
Volg súkkulaðikaka með jarðaberjum og sítrónuís.
Þess skal getið að Úganda forseti er vegatarien eins er algengt er í þessum heimshluta.
Það var Veislan á Seltjarnanesi með þá Bjarna Óla og Ísak í fararbroddi sem sáu um veitingarnar að þessu sinni af sinni þekktu alúð.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk