Vertu memm

Frétt

Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs forseta Úganda

Birting:

þann

 

Eins og menn hafa eflaust lesið var forseti Úganda ásamt föruneyti hér á landi í opinberri heimsókn í boði Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.

Aðaltilgangur ferðarinnar var að skoða og fá upplýsingur varðandi nýtingu jarðhita og var meðal annars virkjunin á Hellisheiði heimsótt í þeim tilgangi .
Einnig kynntu Úgandamenn sér þróun og stjórn fiskveiða hér við land .

Þegar háttsettir embættismenn heimsækja landið er oftast blásið til veislu og var hér engin undantekning.

Kvöldverður til heiðurs Yoweri Kaguta Museveni forseta Úganda og konu hans Janet Kataha Museveni haldinn á Bessastöðum 17. September í boði forseta Íslands.

Matseðill:

Villisvepparisotto með glóðari papriku,vorlauk og tempura spergli

******

Eggaldin rúlla með tómatbökuðu grænmeti og hvítlauksengifersósu

******

Volg súkkulaðikaka með jarðaberjum og sítrónuís.

Þess skal getið að Úganda forseti er vegatarien eins er algengt er í þessum heimshluta.

Það var Veislan á Seltjarnanesi með þá Bjarna Óla og Ísak í fararbroddi sem sáu um veitingarnar að þessu sinni af sinni þekktu alúð.

 

Auglýsingapláss

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið