Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn

Birting:

þann

Hamborgarabúllan í London - Tommi‘s Burger Joint

Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana.

Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar.

Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni.

Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis

, segir Valdimar Geir í samtali við Fréttablaðið.

Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.  Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna.

Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang.  Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði.  Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.

Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum., að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

 

Mynd: af facebook síðu Tommi‘s Burger Joint.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið