Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana.
Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar.
Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni.
Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis
, segir Valdimar Geir í samtali við Fréttablaðið.
Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár. Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna.
Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang. Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði. Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.
Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum., að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






