Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana.
Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar.
Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni.
Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis
, segir Valdimar Geir í samtali við Fréttablaðið.
Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár. Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna.
Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang. Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði. Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.
Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum., að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa