Frétt
Hálfs milljarðs sala á indverskum mat

Austurlandahraðlestin í Lækjargötu
Austur Indíafélagið og Austurlandahraðlestin seldu veitingar fyrir hálfan milljarð króna á síðasta ári. Sala félaganna jókst um 125 milljónir króna milli ára. Rekstrarkostnaður jókst aftur á móti um 97 milljónir króna sem skýrist helst af auknum efnis- og launakostnaði, að því er fram kemur á visir.is.
Samanlagður hagnaður félaganna nam 24 milljónum króna árið 2014. Viðsnúningur varð á afkomu félaganna sem rekin voru með 6 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þá var söluhagnaður af eignum Austur Indíafélagsins bókfræður upp á 16 milljónir króna.

Thali er klassískur réttur á Austurlandahraðlestinni, en hann inniheldur tvo kjúklingarétti og einn grænmetisrétt, hvítlauks naan brauð, raitha jógúrtsósu, sætt mangó chutney og pappad smábrauð.
Verð: 2.595 kr.
Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og Austur Indíafélagið einn. Guðmundur Karl Björnsson á allt hlutafé Austur Indíafélagsins og 75 prósent í Austurlandahraðlestinni á móti Miroslav Manojlovic sem á 25 prósent hlut.
Eignir félaganna nema 258 milljónum króna, skuldir 194 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna.
Það var visir.is sem greindi frá.
Mynd: Sverrir Halldórsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri