Frétt
Hálfs milljarðs sala á indverskum mat

Austurlandahraðlestin í Lækjargötu
Austur Indíafélagið og Austurlandahraðlestin seldu veitingar fyrir hálfan milljarð króna á síðasta ári. Sala félaganna jókst um 125 milljónir króna milli ára. Rekstrarkostnaður jókst aftur á móti um 97 milljónir króna sem skýrist helst af auknum efnis- og launakostnaði, að því er fram kemur á visir.is.
Samanlagður hagnaður félaganna nam 24 milljónum króna árið 2014. Viðsnúningur varð á afkomu félaganna sem rekin voru með 6 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þá var söluhagnaður af eignum Austur Indíafélagsins bókfræður upp á 16 milljónir króna.

Thali er klassískur réttur á Austurlandahraðlestinni, en hann inniheldur tvo kjúklingarétti og einn grænmetisrétt, hvítlauks naan brauð, raitha jógúrtsósu, sætt mangó chutney og pappad smábrauð.
Verð: 2.595 kr.
Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og Austur Indíafélagið einn. Guðmundur Karl Björnsson á allt hlutafé Austur Indíafélagsins og 75 prósent í Austurlandahraðlestinni á móti Miroslav Manojlovic sem á 25 prósent hlut.
Eignir félaganna nema 258 milljónum króna, skuldir 194 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna.
Það var visir.is sem greindi frá.
Mynd: Sverrir Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





