Freisting
Hákon Már kominn á Gló
Meistarkokkurinn Hákon Már Örvarsson gengur til liðs við veitingastaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal. Hákon var áður bæði yfirmatreiðslumaður á Vox Nordica og á Hótel Holti og starfaði einnig sem matreiðslumaður á Michelinstjörnu staðnum Lea Linster í Luxemborg svo eitthvað sé nefnt.
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir matargerð sína, meðal annars bronsverðlauna í hinni frægu matreiðslukeppni Bocuse d´Or sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Undanfarið hefur Hákon alið manninn í Flórída þar sem hann starfaði hjá íslenska bakarínu Bread´n Buns auk þess sem hann hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir Iceland naturally.
Gestir Gló fá nú að njóta hæfileika Hákons en veitingastaðurinn mun eins og áður bjóða upp á glóandi ferska fæðu sem er í senn bæði nærandi og seðjandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hákon mun byggja ofan á þá grunnhugsun staðarins með ýmsum nýjungum.
Veitingastaðurinn Gló
Mynd: Freisting.is
Heimasíða: www.glo.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé