Freisting
Hákon Már kominn á Gló
Meistarkokkurinn Hákon Már Örvarsson gengur til liðs við veitingastaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal. Hákon var áður bæði yfirmatreiðslumaður á Vox Nordica og á Hótel Holti og starfaði einnig sem matreiðslumaður á Michelinstjörnu staðnum Lea Linster í Luxemborg svo eitthvað sé nefnt.
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir matargerð sína, meðal annars bronsverðlauna í hinni frægu matreiðslukeppni Bocuse d´Or sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Undanfarið hefur Hákon alið manninn í Flórída þar sem hann starfaði hjá íslenska bakarínu Bread´n Buns auk þess sem hann hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir Iceland naturally.
Gestir Gló fá nú að njóta hæfileika Hákons en veitingastaðurinn mun eins og áður bjóða upp á glóandi ferska fæðu sem er í senn bæði nærandi og seðjandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hákon mun byggja ofan á þá grunnhugsun staðarins með ýmsum nýjungum.
Veitingastaðurinn Gló
Mynd: Freisting.is
Heimasíða: www.glo.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame