Vertu memm

Freisting

Hákon Már kominn á Gló

Birting:

þann

Meistarkokkurinn Hákon Már Örvarsson gengur til liðs við veitingastaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal.  Hákon var áður bæði yfirmatreiðslumaður á Vox Nordica og á Hótel Holti og starfaði einnig sem matreiðslumaður á Michelinstjörnu staðnum Lea Linster í Luxemborg svo eitthvað sé nefnt.

Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir matargerð sína, meðal annars bronsverðlauna í hinni frægu matreiðslukeppni Bocuse d´Or sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Undanfarið hefur Hákon alið manninn í Flórída þar sem hann starfaði hjá íslenska bakarínu Bread´n Buns auk þess sem hann hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir Iceland naturally.

Gestir Gló fá nú að njóta hæfileika Hákons en veitingastaðurinn mun eins og áður bjóða upp á glóandi ferska fæðu sem er í senn bæði nærandi og seðjandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hákon mun byggja ofan á þá grunnhugsun staðarins með ýmsum nýjungum.


Veitingastaðurinn Gló
Mynd: Freisting.is

Heimasíða: www.glo.is

 

[email protected]

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið