Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Fjörukrárinnar tuttugufaldast
Fjörukráin ehf. hagnaðist um 32,6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 1,6 milljónir árið 2013. Hagnaður félagsins ríflega tuttugufaldaðist því milli ára.
Munaði mest um höfuðstólslækkun gengistryggðra lána sem nam 27,4 milljónum króna árið 2014 en 2,3 milljónum króna árið 2013.
Tekjur félagsins voru 249 milljónir árið 2013 en hækkuðu í 289 milljónir árið 2014 og jukust því um 40 milljónir króna milli ára. Rekstarkostnaður var 265 milljónir króna sem var aukning um 25 milljónir milli ára.
Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 24,7 milljónum samanborið við 10 milljónir króna árið 2013.
Eignir Fjörukrárinnar nema 198 milljónum króna, skuldir 152 milljónum og eigið fé 46 milljónum króna. Jóhannes Viðar Bjarnason á allt hlutafé í Fjörukránni.
Greint frá á visir.is.
Mynd: af facebook síðu Fjörukrárinnar.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






