Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Fjörukrárinnar tuttugufaldast
Fjörukráin ehf. hagnaðist um 32,6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 1,6 milljónir árið 2013. Hagnaður félagsins ríflega tuttugufaldaðist því milli ára.
Munaði mest um höfuðstólslækkun gengistryggðra lána sem nam 27,4 milljónum króna árið 2014 en 2,3 milljónum króna árið 2013.
Tekjur félagsins voru 249 milljónir árið 2013 en hækkuðu í 289 milljónir árið 2014 og jukust því um 40 milljónir króna milli ára. Rekstarkostnaður var 265 milljónir króna sem var aukning um 25 milljónir milli ára.
Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 24,7 milljónum samanborið við 10 milljónir króna árið 2013.
Eignir Fjörukrárinnar nema 198 milljónum króna, skuldir 152 milljónum og eigið fé 46 milljónum króna. Jóhannes Viðar Bjarnason á allt hlutafé í Fjörukránni.
Greint frá á visir.is.
Mynd: af facebook síðu Fjörukrárinnar.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila