Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Fjörukrárinnar tuttugufaldast
Fjörukráin ehf. hagnaðist um 32,6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 1,6 milljónir árið 2013. Hagnaður félagsins ríflega tuttugufaldaðist því milli ára.
Munaði mest um höfuðstólslækkun gengistryggðra lána sem nam 27,4 milljónum króna árið 2014 en 2,3 milljónum króna árið 2013.
Tekjur félagsins voru 249 milljónir árið 2013 en hækkuðu í 289 milljónir árið 2014 og jukust því um 40 milljónir króna milli ára. Rekstarkostnaður var 265 milljónir króna sem var aukning um 25 milljónir milli ára.
Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 24,7 milljónum samanborið við 10 milljónir króna árið 2013.
Eignir Fjörukrárinnar nema 198 milljónum króna, skuldir 152 milljónum og eigið fé 46 milljónum króna. Jóhannes Viðar Bjarnason á allt hlutafé í Fjörukránni.
Greint frá á visir.is.
Mynd: af facebook síðu Fjörukrárinnar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið