Markaðurinn
Hafið Fiskverslun styrkir Krabbameinsfélagið með réttum mánaðarins
Hafið Fiskverslun hefur í fimm ár lagt sitt af mörkum til styrktar Krabbameinsfélaginu með skemmtilegu og smekklegu framtaki. Í bæði október og Mottumars hefur verslunin boðið upp á sérstakan „rétt mánaðarins“ þar sem 20% af sölu hans rennur beint til félagsins.
Verkefnið hefur gengið afar vel og í gegnum árin hefur allveruleg upphæð safnast til stuðnings mikilvægu starfi Krabbameinsfélagsins.
Starfsfólk Hafsins leggur ávallt mikinn metnað í að gera hvern rétt einstakan og eftirsóknarverðan. Enginn réttur hefur verið endurtekinn, heldur er hvert ár nýtt tækifæri til að skapa eitthvað ferskt og spennandi sem laðar bæði til sín viðskiptavini og vekur athygli á góðu málefni.
„Við viljum leggja okkar af mörkum á þann hátt sem við kunnum best, með góðum mat og hlýju hjarta,“
segir í tilkynningu frá Hafinu Fiskverslun.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






