Markaðurinn
Hafið Fiskverslun styrkir Krabbameinsfélagið með réttum mánaðarins
Hafið Fiskverslun hefur í fimm ár lagt sitt af mörkum til styrktar Krabbameinsfélaginu með skemmtilegu og smekklegu framtaki. Í bæði október og Mottumars hefur verslunin boðið upp á sérstakan „rétt mánaðarins“ þar sem 20% af sölu hans rennur beint til félagsins.
Verkefnið hefur gengið afar vel og í gegnum árin hefur allveruleg upphæð safnast til stuðnings mikilvægu starfi Krabbameinsfélagsins.
Starfsfólk Hafsins leggur ávallt mikinn metnað í að gera hvern rétt einstakan og eftirsóknarverðan. Enginn réttur hefur verið endurtekinn, heldur er hvert ár nýtt tækifæri til að skapa eitthvað ferskt og spennandi sem laðar bæði til sín viðskiptavini og vekur athygli á góðu málefni.
„Við viljum leggja okkar af mörkum á þann hátt sem við kunnum best, með góðum mat og hlýju hjarta,“
segir í tilkynningu frá Hafinu Fiskverslun.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






