Markaðurinn
Hafið Fiskverslun styrkir Krabbameinsfélagið með réttum mánaðarins
Hafið Fiskverslun hefur í fimm ár lagt sitt af mörkum til styrktar Krabbameinsfélaginu með skemmtilegu og smekklegu framtaki. Í bæði október og Mottumars hefur verslunin boðið upp á sérstakan „rétt mánaðarins“ þar sem 20% af sölu hans rennur beint til félagsins.
Verkefnið hefur gengið afar vel og í gegnum árin hefur allveruleg upphæð safnast til stuðnings mikilvægu starfi Krabbameinsfélagsins.
Starfsfólk Hafsins leggur ávallt mikinn metnað í að gera hvern rétt einstakan og eftirsóknarverðan. Enginn réttur hefur verið endurtekinn, heldur er hvert ár nýtt tækifæri til að skapa eitthvað ferskt og spennandi sem laðar bæði til sín viðskiptavini og vekur athygli á góðu málefni.
„Við viljum leggja okkar af mörkum á þann hátt sem við kunnum best, með góðum mat og hlýju hjarta,“
segir í tilkynningu frá Hafinu Fiskverslun.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn






