Vertu memm

Markaðurinn

Hafið Fiskverslun styrkir Krabbameinsfélagið með réttum mánaðarins

Birting:

þann

Hafið Fiskverslun styrkir Krabbameinsfélagið með réttum mánaðarins

Hafið Fiskverslun hefur í fimm ár lagt sitt af mörkum til styrktar Krabbameinsfélaginu með skemmtilegu og smekklegu framtaki. Í bæði október og Mottumars hefur verslunin boðið upp á sérstakan „rétt mánaðarins“ þar sem 20% af sölu hans rennur beint til félagsins.

Verkefnið hefur gengið afar vel og í gegnum árin hefur allveruleg upphæð safnast til stuðnings mikilvægu starfi Krabbameinsfélagsins.

Starfsfólk Hafsins leggur ávallt mikinn metnað í að gera hvern rétt einstakan og eftirsóknarverðan. Enginn réttur hefur verið endurtekinn, heldur er hvert ár nýtt tækifæri til að skapa eitthvað ferskt og spennandi sem laðar bæði til sín viðskiptavini og vekur athygli á góðu málefni.

„Við viljum leggja okkar af mörkum á þann hátt sem við kunnum best, með góðum mat og hlýju hjarta,“

segir í tilkynningu frá Hafinu Fiskverslun.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið